Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 40

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 40
214 KIRKJURITIÐ 15, 14.). — Þessi þjónusta hefir ávalt verið ábyrgðarmikil og erfið. Sannleikurinn hefir á öllum öldum orðið að brjóta sér brautir gegnum myrkviði skammsýnis, skihiingsleysis og blekkinga. Vottar hans gengu aldrei á rósum. Þyrni- brautir og fórnir urðu öi’lög þau, sem þeim voru búin. Þetta er svo enn í heiminum, víðast hvar. Ef til vill er ísland að þessu leyti ein einkennilegasta undantekningin. Þjónar kirkjunnar lifa um þessar mundir erfiða tíma víða um heim. Víða hafa mennirnir horfið frá trú sinni og gera naumast ráð fyrir því, að yfir lifinu á jörðu vaki eilífur, ástríkur faðir. Þeim finnst mannleg reynsla svo undar- leg, að óhugsandi sé, að Guð sé á bak við þá atburði, sem gerzt hafa. Þó nokkuð víða eru ríkisstjórnir þjóða og æðstu ráðamenn andvígir kirkju og kristindómi og telja, að vísindin og efnislegir hlutir séu hið eina eftirsóknar- verða. Víða um lönd eiga þjónar kirkjunnar við sára ör- birgð að búa í efnalegu tilliti. Hér á íslandi er þessu á allt annan veg farið. Fólkið í landinu á yfirleitt samúð með kirkjunni og telur hana vera ómissandi lifi þjóðar- innar. Islenzka þjóðin sá, hvernig kirkjan öld eftir öld bar kyndil trúar, menningar og siðgæðis á undan kyn- slóðunum á lífsgöngu þeirra. Trúin var máttur þjóðar- innar. Hún var ljós hennar. Hún var styrkur hennar í lífs- stríðinu. Prestastéttin á í raun og veru viðurkenningu allra, sem sögu þjóðarinnar þekkja. Og enn í dag setur þjóðin von sína til hennar. Hún ætlast til þess, að þar eigi hún vökumenn, sem aldrei bregðast. Ég hygg, að það sé vilji þjóðarinnar, eins og nú er komið, að prestunum sé tryggð sem bezt aðstaða í störfum, og hún vill umfram allt trúa þeim fyrir andlegu uppeldi þeirra, sem hún elsk- ar mest — hinna ungu. Hvar sem farið er um þetta land, kemur það greinilega í ljós. Ríkisstjórnir þær, sem hafa setið á síðustu áratugum, hafa verið kirkjunni tiltölulega velviljaðar, þegar á allt er litið, og Alþingi hefir oftlega sýnt góðan skilning á málefnum kirkjunnar. Tækifærin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.