Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 52

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 52
226 KIRKJURITIÐ gjaldeyrisyfirfærslum hafa valdið því, að ekki hefir tekizt enn að fá meira af Biblíum til landsins, en vonandi rætist fram úr því á næstunni, enda stöðugt verið að vinna að því af minni hálfu. Nokkra prestakraga hefir mér tekizt að útvega frá Dan- mörku, og hefir það hjálpað mörgum presti, því að þessi vara er ófáanleg hér. Ennfremur hefi ég útvegað innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir efni í prestshempur, og ættu þeir, sem þurfa að fá sér hempur, að snúa sér til hlutafélagsins Hólmur á Bergstaðastræti 11. Allt þetta hefir kostað mikla fyrirhöfn og tíma, og sýnir mæta vel, hvílík þörf er á að koma hér upp sérstakri innkaupastofnun fyrir prestaskrúða, kirkjubúnað og ýmsa kirkjugripi. Úr því ætti að geta rætzt, þegar hið vænt- anlega þjóðkirkjuhús er komið upp, en það er mál, sem ekki má dragast lengi úr þessu. Vil ég nota tækifærið til þess að minna prestana á það mál, og vænti almenns stuðnings þeirra við það, bæði með fjárframlögum frá þeim persónulega — og hafa ýmsir þeirra brugðizt mjög drengilega við — og einnig með því, að þeir beitist fyrir fjársöfnunum til styrktar þessu máli hver í sínu umdæmi. Á þessu sýnódusári var 100 ára afmæli Prestaskólans, eins og kunnugt er. Fóru fram vegleg hátíðahöld í Reykjavík 2. okt., er hófust með samkomu í hátíðasal Menntaskólans, þar sem Magnús Jónsson, prófessor, flutti ræðu. Síðar um daginn var athöfn í viðhafnarsal Háskólans, og töluðu þar rektor Háskólans, Ólafur Lárusson, prófessor, og Ásmundur Guð- mundsson, prófessor, forseti Guðfræðideildarinnar, en Tómas skáld Guðmundsson flutti kvæði. Um kvöldið héldu þeir mennta- málráðherra Eysteinn Jónsson og háskólarektor Ólafur Lárus- son, prófessor, veglegt samsæti að Hótel Borg. Hátíðaguðs- þjónusta fór fram í Dómkirkjunni í tilefni afmælisins. Um sama leyti kom út myndarlegt afmælisrit Prestaskólans ís- lenzkir guðfræðingar 1847—1947 í tveim bindum. í fyrra bind- inu er rakin saga Prestaskólans, en í síðara bindinu er guð- fræðingatal með æfiágripum allra íslenzkra guðfræðinga á þessu tímabili, og fylgja myndir af flestum þeirra. Séra Benja- mín Kristjánsson samdi fyrra bindi þessa rits en séra Björn Magnússon, dósent, hið síðara.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.