Kirkjuritið - 01.09.1951, Blaðsíða 11
KRISTILEGUR ÆSKULÝÐSSKÓLI 177
oienn lifa með Kristi í anda og sjá dýrð hans. Til þess
Þurfa menn að safna öllum kröftum, og enginn má láta
hugfallast, þótt baráttan verði löng. Þegar leitað er að
vatni, er oft nauðsynlegt að bora lengi, lengi áin þess
að nokkuð fáist. En að lokum sprettur vatnið fram í
ríkum mæli. Þannig finna menn að lokum til veru Guðs
°g máttar. Það getur orðið á bænarstund eða við íhugun
0rða í fagnaðarerindinu, eða á annan hátt. Menn reyna
^að, að þeir eru komnir upp á fjallið. Niðurlag ræðunnar
sUerist um það, hvemig ætti að varðveita þessa reynslu.
^étur hefði talað um það að reisa þrjár tjaldbúðir og
sarna yrði okkur. Þyrfti að forðast allan hroka og óheil-
iudi eða láta það, sem heilagt væri, komast upp í vana,
heldur skyldi varðveita hæfileikann bamslega til að gef-
ast Guði á vald og andlegum heimi hans. Mest gildi fékk
Þó ræðan við það, að talað var af djúpri reynslu og fylgdi
hugur hverju orði. Að prédikun lokinni voru sungin tvö
v°rs eftir Lúther, eins og venjulegt var. Söng einn maður
fyrra versið, en allir tóku undir hitt. Þá lék skólastjóri
a orgel kirkjulegt lag, eitt af listaverkum heimsins, og
Var leikur hans þrunginn tilbeiðslu. Síðast var þögn til
hæna, áður en allir skildust. Menn höfðu verið í andleg-
11111 heimi og eignast stund, sem þeir myndu telja eina af
heztu minningum sínum.
Sigtúnaskólinn lætur sér ekki aðeins annt um þroska
n°menda sinna þann tíma, sem þeir eru þar, heldur vill
hann aldrei sleppa hendinni af neinum þeirra alla æfi
haðan í frá. Allflestir nemendur halda því áfram að
standa í nánu sambandi við skólann. Þetta er því að
frakka, að skólinn fær hverjum og einum hlutverk að
^inna. Áður en honum er slitið, er nemendum afhent
Sigtúnamerkið svonefnda og þessi orð sögðu um leið:
Breið þú út Sigtúnahugsjónir og reyndu að láta þær
v°rða að veruleik.
Á Sigtúnamerkinu er þetta fernt: Hringur, rós, hjarta,
hross. Hnngurinn táknar það, að menn skuli verða alveg