Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.09.1951, Blaðsíða 16
182 KIRKJURITIÐ þetta ríki heyri þeim til. Hann verður glaður í heilögum anda, er lærisveinar hans koma aftur til hans frá störfum. Og jafn- vel á þyngstu þrautastundu lífs hans birtist honum engill af himni, sem veitir honum frá föður hans styrk og frið. Eitthvað af sama fögnuðinum snart sál lærisveina hans. Þeir urðu glaðir, er þeir sáu hann upprisinn. þeir neyttu minn- ingarmáltíðar hans með fögnuði og einfaldleik hjartans. Þeir voru glaðir yfir því, að þeir voru virtir þess að líða háðung vegna nafns hans. Einn þeirra skrifar: Sælir eruð þér, er þér eruð smánaðir fyrir nafn Krists, því að andi dýrðarinnar og andi Guðs hvílir yfir yður. Annar, Páll postuli, minnist í fang* elsi á gleði sína í drottni og skrifar orðin: Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við drottin, ég segi aftur: Verið glaðir. Við þurfum enn í dag að eiga þennan fögnuð og leitast við að efla hann og vemda. Það er hið mikla mein kirkjunnar manna á síðustu tímum, hve bölsýnir þeir hafa orðið á allt manneðlið og gleðisnauðir. Aldrei hefir verið meiri þörf á þori og bjartsýni og glöðum kristindómi en nú. Það er ekki unnt að starfa fyrir fagnaðar- erindið án þess að eiga sjálfur fögnuð í hjarta. Ég óska ykkur öllum fagnaðar, djúps lífsfagnaðar." Því næst talaði hann sérstaklega um þann fögnuð, sem staf- aði frá fyrirgefningu Guðs, fögnuð kærleika, frelsis og kraítar- Því næst flutti formaður ársskýrslu stjórnar- Skýrsla innar. Hann gat m. a. um afskipti hennar af félagsstjórnar. prestakallaskipunarmálinu og andmæli ge®n prestafækkun bæði við Alþingi og ríkisstjóm (sbr. grein um fækkun presta í síðasta hefti Kirkjuritsins)> samstarf við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og útgáfu- starf. Auk Kirkjuritsins mundu koma út á þessu ári Barna- sálmabók félagsins í 2. útgáfu og Lesbók í kristnum fræðum handa framhaldsskólum eftir séra Árelíus Níelsson, svo fram- arlega sem félagið vildi kosta útgáfuna. Lægju fyrir hagkvæm tilboð, sem rétt myndi að ganga að, þar eð hagur félagsins væri allgóður. Loks skýrði formaður frá því, að félagið hefði átt fulltrúa á sameiginlegum fundi prestafélaga Norðurlanda í Helsingfors síðastliðið sumar, þá séra Jón prófast Pétursson og séra Guðmund Sveinsson, og í Osló í ágústmánuði Jónas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.