Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 16

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 16
182 KIRKJURITIÐ þetta ríki heyri þeim til. Hann verður glaður í heilögum anda, er lærisveinar hans koma aftur til hans frá störfum. Og jafn- vel á þyngstu þrautastundu lífs hans birtist honum engill af himni, sem veitir honum frá föður hans styrk og frið. Eitthvað af sama fögnuðinum snart sál lærisveina hans. Þeir urðu glaðir, er þeir sáu hann upprisinn. þeir neyttu minn- ingarmáltíðar hans með fögnuði og einfaldleik hjartans. Þeir voru glaðir yfir því, að þeir voru virtir þess að líða háðung vegna nafns hans. Einn þeirra skrifar: Sælir eruð þér, er þér eruð smánaðir fyrir nafn Krists, því að andi dýrðarinnar og andi Guðs hvílir yfir yður. Annar, Páll postuli, minnist í fang* elsi á gleði sína í drottni og skrifar orðin: Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við drottin, ég segi aftur: Verið glaðir. Við þurfum enn í dag að eiga þennan fögnuð og leitast við að efla hann og vemda. Það er hið mikla mein kirkjunnar manna á síðustu tímum, hve bölsýnir þeir hafa orðið á allt manneðlið og gleðisnauðir. Aldrei hefir verið meiri þörf á þori og bjartsýni og glöðum kristindómi en nú. Það er ekki unnt að starfa fyrir fagnaðar- erindið án þess að eiga sjálfur fögnuð í hjarta. Ég óska ykkur öllum fagnaðar, djúps lífsfagnaðar." Því næst talaði hann sérstaklega um þann fögnuð, sem staf- aði frá fyrirgefningu Guðs, fögnuð kærleika, frelsis og kraítar- Því næst flutti formaður ársskýrslu stjórnar- Skýrsla innar. Hann gat m. a. um afskipti hennar af félagsstjórnar. prestakallaskipunarmálinu og andmæli ge®n prestafækkun bæði við Alþingi og ríkisstjóm (sbr. grein um fækkun presta í síðasta hefti Kirkjuritsins)> samstarf við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og útgáfu- starf. Auk Kirkjuritsins mundu koma út á þessu ári Barna- sálmabók félagsins í 2. útgáfu og Lesbók í kristnum fræðum handa framhaldsskólum eftir séra Árelíus Níelsson, svo fram- arlega sem félagið vildi kosta útgáfuna. Lægju fyrir hagkvæm tilboð, sem rétt myndi að ganga að, þar eð hagur félagsins væri allgóður. Loks skýrði formaður frá því, að félagið hefði átt fulltrúa á sameiginlegum fundi prestafélaga Norðurlanda í Helsingfors síðastliðið sumar, þá séra Jón prófast Pétursson og séra Guðmund Sveinsson, og í Osló í ágústmánuði Jónas

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.