Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 18

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 18
184 KIRKJURITIÐ Dagur var nú að kvöldi kominn, svo að geng- Fundarlok. ið var aftur í kapellu til kvöldbæna. Stýrði þeim séra Sigurður Haukdal prófastur og mælti fögur bænarorð. Sálmar voru sungnir. Síðast tókust all* ir fundarmenn í hendur og sungu versið: Son Guðs ertu með sanni. tJr bréfi til ritstjóra Kirkjuritsins. Það er í sjálfu sér eðlilegt, að eitthvað af þeim prestaköll- um sé lagt niður, sem um ræðir í frumvarpinu um fækkun prestakallanna. En það nær að sjálfsögðu engri átt, að láta ekkert koma í staðinn. Það er vissulega réttlætiskrafa af hálfn prestastéttarinnar, að þótt prestaköllum sé fækkað, þá sé prest- unum alls ekki fækkað. Og nú, þegar fólksf jöldinn eykst í kaup- stöðum og kauptúnum, þá verður að vera á verði um Þa®’ að ekki komi prestafækkun til mála. Þar sem íbúar eru t. d. 3000 og þar yfir, teldi ég að þyrftu að vera 2 prestar. Á Akur- eyri teldi ég eðlilegt að væru a. m. k. 3 prestar, en 15 í Reykja' vík, eða jafnvel 20. Nú er svo komið, að guðfræðideildin getur á næstu árum fullnægt þessari fjölgun og er því um að gera að fara að gera kröfur um fjölgun presta, svo að þegar tekiz* hefir að fá þar nokkru um þokað, geti ungir prestar þegar tekið til starfa. Svo verða þessir góðu herrar, sem óska eftir fækkun prestakalla, að taka það til greina, að söfnuðir Þeir’ sem hlut eiga að máli, eiga alveg eins tilkall til eigin prests eins og þeir, sem fjölmennir eru. Um Hrafnseyrarprestakall er mér það mjög vel kunnugt, að megn óánægja er meðal fólks- ins út af þessu frumvarpi. Hafa söfnuðimir nú látið álit sitt í ljós, svo að ekki verður um villzt, hvað þeir vilja. Ég held, að tillaga þín um kennsluprestakall þar sé afbragðsgóð, °S hljóti að verða samþykkt af valdhöfunum. Annað væri ekki sæmandi þeim mönnum, sem mest gaspra um Jón Sigurðsson- Þeir gætu ekki, að mínum dómi, kinnroðalaust lagt Hrafns- eyrarprestakall niður. Jón Kr. ísfeld-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.