Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 19

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 19
Prestastefnan 1951- Prestastefnan sett. Prestastefnan var haldin í Reykjavík dagana 20.—22. júní, °g sóttu hana rúmlega 90 andlegrar stéttar menn. Kl. 1.30 hófst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Séra Gunnar ■^rnason á Æsustöðum prédikaði, en þeir séra Friðrik Rafnar Vlgslubiskup og séra Jón Auðuns dómkirkjuprestur þjónuðu fyrir altari og tóku prestana til altaris. Stundu eftir nón setti biskup prestastefnuna í Háskólakap- eUunni með Ritningarlestri og bæn. En sálmar voru sungnir, °g léku þeir Þórarinn Guðmundsson og dr. Páll ísólfsson á Kðlu og orgel. í’ví næst flutti biskup ávarp til prestanna og yfirlitsskýrslu yfir starf kirkjunnar á liðnu sýnódusári. Ávarp biskups. Kæru starfsbræður og vinir. Islenzka þjóðin hefir nýlega haldið þjóðhátíð. Á þjóð- hátíðardegi koma þegnarnir saman í því skyni að fagna, fagna framförum og sigrum í ytra og innra skilningi. En há vill þjóðin líka ganga upp á sjónarhól og skyggnast um. Skoða hvemig aðstæður og viðhorf er í nútímanum og reyna að horfa lengra fram og sjá, hvar gæfuvegirnir hggja. Á nýliðnum þjóðhátíðardegi okkar, 17. júní, fann ég uað á máli allra, sem ég heyrði flytja ræður þann dag, að þeir ptu svo á, að í óvissu og geigvænlegum hættum a framtíðarvegi þjóðanna væri það í raun og vem eitt, Sern hinni fámennu íslenzku þjóð riði mest á að eiga, en 13

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.