Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 22
188
KIRKJURITIÐ
hvers til annars, en ekki með fyrirdæmingarhug og í
fjandskap.
Sértrúarflokkar á Islandi færast í aukana. Mér finnst
það ekki gott tákn, er litið er fram. Það hefir til skamms
tíma verið hamingja Islands, að lítið hefir borið á ofs-
tækis- og öfgaflokkum í trúmálum hér á landi.
Trúarlífið er hið yndislegasta og fegursta ástand manns-
sálarinnar, sé það heilbrigt. Þá lyftir það andanum í hæð-
ir, gefur kraft og þrek og huggun, þá vekur það til lífs
allt hið fegursta, sem í sál mannsins blundar. En það
má afskræma allt. Það má meira að segja umsnúa sann-
leika Guðs í lygi. —
Vér þurfum. að standa saman eins og bræður og snúa
oss enn að starfinu. Gieyma oss í því starfi, sem
hjálpað getur mönnunum til þess að eignast hina dýru
perlu, sem mannssálin er að leita að. Það er vort verk-
efni. Á hverjum samfundi þyrftum vér að spyrja: „Hvað
er þá orðið okkar starf“. Þér vitið eins vel og ég, að víða
kreppir skórinn að í íslenzku þjóðlífi. Þrátt fyrir ytri
framkvæmdir hefir þjóðin og einstaklingamir engan veg-
inn fundið það, sem að er leitað. Vér þurfum að minna
á það við hvert tækifæri, sem gefst, að ekkert getur
svarað spurningum hjartans og leit að hamingju annað
en kristindómurinn. Minna á, að hann gefur svarið við
því, hvar vegurinn er, sannleikurinn og lífið. Kristur kon-
ungur kristninnar er þetta allt.
Verkefnin eru mörg. Þau eru hið ytra.. Vér þurfum
enn bætta aðstöðu til starfa. Það þarf stór átök enn til
að byggja upp prestssetur landsins og til þess að koma
í fulla rækt einhverjum allra fegurstu blettunum, sem Is'
land á, prestssetursjörðunum. En verkefnin eru þó mikln
fleiri í hinum innra skilningi. Vér eigum hið stóra verk-
efni að gjöra oss sjálfa að göfugri og betri mönnum, bet-
ur kristnum mönnum. Vér þurfum að leiðbeina öðrum
mönnum í því, hvemig þeir eigi að gjöra það. Vér þurf-
um að innræta hina björtu trúarskoðun kristindómsins.