Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 33
PRESTASTEFNAN 1951
199
Þar af 10 guðfræðinemar, 7 söngkennarar og 12 organistar.
Kennarar voru auk söngmálastjóra, Sigurðar Birkis, Páll Kr.
^álsson organisti, Guðmundur Matthíasson kennari og Þórar-
inn Jónsson tónskáld. Tveir organistar nutu kennslu á vegum
söngmálastjóra hjá Eyþóri Stefánssyni organleikara á Sauð-
árkróki.
Söngnámsskeið var haldið í Varmahlíð í Skagafirði frá 1.
15. september, og önnuðust þar kennslu söngmálastjórinn
°g Eyþór Stefánsson. Þátttakendur voru 12.
A síðastliðnu sumri vísiteraði ég Suður-Þingeyjarprófasts-
áffimi og Norður-Þingeyjarprófastsdæmi og flutti prédikanir
°S erindi í öllum kirkjum prófastsdæmanna. Kirkjusóknin var
hvarvetna mjög góð, þrátt fyrir fremur óhagstæða veðráttu,
°S áhugi á kirkju og kristindómsmálum mjög vakandi. Var
ferðin að öllu leyti hin ánægjulegasta, og vil ég nota tæki-
f®rið til þess að færa sóknarprestunum þar, sóknarnefndum
°S söfnuðum alúðarþakkir fyrir frábærar viðtökur og áma
Þeim farsældar og blessunar Guðs.
Að öðru leyti vísa ég þeim, er nánar kynnu að vilja kynn-
ast kirkjumálum í þessum prófastsdæmum, að lesa greinar
t>ær, sem ég hefi ritað í Kirkjublaðið um þessa vísitazíuferð.
Af kirkjulegum mótum og samkomum á árinu vil ég meðal
^nnars nefna:
!• Hátíð í Skálholti haldin á vegum Skálholtsfélagsins hinn
^3. júlí, en það félag hefir á stefnuskrá sinni endurreisn þessa
fornfræga biskupsseturs.
2- Kristilegt stúdentamót norrænna stúdenta á biblíulegum
Snundvelli var háð í Reykjavík dagana 27.—30. júlí. Mótið
satu rúmlega 170 stúdentar, þar af langflestir frá Noregi, eða
Um 112. Meðal erlendra gesta á mótinu má nefna prófessor
jlallesby, Indrebö biskup í Björgvin, Danell dócent frá Sví-
P]óð, dr. Langvad frá Danmörku og Martii Sunajoki frá Finn-
landi.
3- Hátíð að Hólum í minningu um Jón biskup Arason og
s°nu hans, er teknir voru af lífi í Skálholti 7. nóv. 1550. Há-
lðin var haldin hinn 13. ágúst, var afarfjölmenn og að öllu
feyti hin prýðilegasta, enda veður ágæta hagstætt og fagurt.
sambandi við hátíðina var vígður klukkuturn, 27 metra hár,
er Norðlendingar höfðu reisa látið í námunda við kirkjuna,