Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 36
202
KIRKJURITIÐ
fyrir þá, er kynnast vilja sem bezt og ítarlegast Passíusálm-
unum, þessum gimsteinum íslenzkra trúarljóða, sem vermt
hafa hugi þjóðarinnar um aldir.
Eitt prédikanasafn kom út á sýnódusárinu: Morgunræður
í Stjörnubíó eftir séra Emil Bjömsson.
Þessir prestar hafa átt merkisafmæli á sýnódusárinu, að
því sem mér er kunnugt:
Séra Friðrik Friðriksson og séra Jónmundur Halldórsson
áttu 50 ára vígsluafmæli hinn 14. október.
Séra Kristinn Stefánsson fríkirkjuprestur í Hafnarfirði varð
fimmtugur 22. nóvember.
Séra Stefán Kristinsson f. prestur og prófastur á Völlum 1
Svarfaðardal varð áttræður hinn 9. desember.
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason prestur við Elliheimilið Grund
í Reykjavík varð 75 ára hinn 1. janúar.
Séra Jakob Einarsson prófastur að Hofi í Vopnafirði varð
sextugur hinn 8. febrúar.
Séra Björn Stefánsson prófastur að Auðkúlu varð sjötugur
hinn 13. marz.
Séra Guðmundur Benediktsson á Barði varð fimmtugur
hinn 6. apríl.
Séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi varð fimmtugur
11. júní, og
Séra Gunnar Árnason á Æsustöðum varð fimmtugur 13. júnú
öllum þessum stéttarbræðrum ámum vér heilla og bless-
unar Guðs á þessum merku tímamótum í lífi þeirra.
í þessu sambandi langar mig til þess að votta yður inni-
legar þakkir mínar fyrir þær hlýju og fögru kveðjur, bæði í
símskeytum og bréfum, sem mér bárust frá yður á sextugs-
afmæli mínu hinn 3. ágúst s.l., svo og heimsóknir þann dag
og mætar gjafir og hlýhug í minn garð og okkar hjónanna.
í vor útskrifuðust úr guðfræðideild fjórir guðfræðikandí-
datar:
Bjöm Helgi Jónsson, með II. einkunn betri,
Magnús Guðjónsson, með I. einkunn,
Þorbergur Kristjánsson, með I. einkunn, og
Þórir Kr. Þórðarson, I. einkunn.