Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 41
PRESTASTEFNAN 1951
207
Lok prestastefnunnar.
Prestastefnunni lauk að kveldi 22. júní. Biskup mælti kveðju-
°g ámaðarorðum til prestanna. Því næst var gengið í kapellu
°g flutti biskup þar bæn. Að síðustu var sungið versið:
Gefðu, að móðurmálið mitt.
Seinna um kvöldið sátu prestarnir boð á heimili biskups-
hjónanna.
SÉRA HERMANN HJARTARSON
skólastjóri.
Allar þínar bænir hér um blessun Guðs og frið,
þær bíða þín sem bjartir englar bak við fortjaldið.
Nú hnígur sól. Það haustar allt of fljðtt,
og húmþung ríkir bráðum vetrarnótt.
Því hrynja tárin heit á mína kinn,
horfinn ert þú, bezti vinur minn.
Þér heilsar Sveitin: Vertu velkominn.
Vef ég þig í hlýja faðminn minn,
halla þér svo hægt að barmi mér.
Hvernig má ég betur launa þér?
Allt það starf, sem áður vannst þú mér.
Ást og von og trú, sem kenndir hér.
Skærstu Ijós, sem lýsa okkar jörð,
lina þraut, er geisa stríðin hörð.
Ég af hjarta þakka þína tryggð,
þakka fyrir mína fósturbyggð
geisla þá, sem gafst þú minni þjóð.
Guð mun launa orð og verkin góð.