Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 42

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 42
208 KIRKJURITIÐ Minning þín er okkur öllum kær, eins og heitur sumardaga blær. Því allri þinni ævi varðir þú andans Ijós að birta og heita trú. Trú á hugsjón, andans æðsta starf, innra Ijós, sem sérhver maður þarf, trú á líf, sem ekki er ísköld vél, efnishyggjusjúkt og boðar hel. Ræða þín var löngum Ijós og mild, leifturskýr og birti hreina snilld. Orðaval og efni benti á leið, sem aðeins fáum sýnist vera greið. Ljóssins föður þakka eg þína för í þessa Sveit að létta okkar kjör. Andi þinn mun ávallt leggja lið lífsins fram á hærra og betra svið. Sjá, dagur rís við blárra fjalla brún og bjarma slær á vötn og föðurtún. Svo einnig bak við dauðans dimma ský í dýrðarljóma birtist veröld ný. Um blessun Guðs nú biður andi minn, að breiðist yfir hinzta legstað þinn. Friður blíður fylgi þér á braut. Farðu vel í Drottins náðarskaut. Valdimar HaTldórsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.