Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 64

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 64
230 KIRKJURITIÐ IV. Þá eru sóknir færöar milli prestakalla sem hér segir: 1. Sleðbrjótssókn leggst til Hofteigs. 2. Berunessókn leggst til Heydala. 3. Stóranúps- og Hrepphólasóknir leggjast til Hruna. 4. Ólafsvallasókn leggst til Hraungerðis. 5. Kirkjuvogssókn leggst til Útskála. 6. Kálfatjarnarsókn leggst til Grindavíkur. 7. Innra-Hólmssókn leggst til Saurbæjar. 8. Fáskrúðarbakkasókn leggst til Staðarstaðar. 9. Staðarhrauns- og Akrasóknir leggjast til Söðulholts. 10. Narfeyrarsókn leggst til Stykkishólms. 11. Breiðabólsstaðarsókn leggst til Kvennabrekku. 12. Hjarðarholtssókn leggst til Hvamms. 13. Dagverðarnessókn leggst til Staðarhólsþinga. 14. Garpsdalssókn leggst til Reykhóla. 15. Staðar- og Hesteyrarsóknir leggjast til Staðar í Grunnavík. 16. Kollafjarðarnessókn leggst til Hólmavíkur. 17. Óspakseyrarsókn leggst til Prestsbakka í Hrútafirði. 18. Tjarnar- og Vesturhópshólasóknir leggjast til Breiðabóls- staðar. 19. Auðkúlu- og Svinavatnssóknir leggjast til Bergsstaða. 20. Glæsibæjarsókn leggst til Möðruvalla. 21. Brettingsstaðasókn leggst til Húsavíkur. 22. Viðihólssókn leggst til Skútustaða. 23. Svalbarðssókn leggst til Sauðaness. Þessar síðasttöidu breytingar leiða sumpart af niðurlagningu prestakalla. Aðrar hafa verið taldar æskilegar til jöfnunar fólkstölu i prestaköllunum. Enn aðrar stafa af breyttum og bættum sam- göngum. 1 lögunum nr. 45 frá 16. nóv. 1907 er ekkert ákvæði um prests- setur, og hefir það leitt til þess, að ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar um prestssetursjarðir, er síður skyldi. Telur nefndin því nauð- synlegt að ákveða prestssetrin með lögum, eftir því sem auðið er. Veröur að tryggja það, að húsabætur og aðrar umbætur á prests- setrum komi að sem fyllstum og verulegustum notum. Prestaköll eru öll kennd við prestssetur, þar sem þau eru skif- yrðislaust ákveðin. Þykir það greinilegast og eðlilegast samrsenns vegna, er prestssetrin hafa verið lögfest. Um breytingar á einstökum prestaköllum skal þetta sérstaklega tekið fram: Hofteigur. Einsætt þykir, að Hofteigsprestakall haldist sökum víðáttu þess. En Sleðbrjótssókn leggist til þess, þar eð auðveldast er að þjóna henni þaðan. EiÖar. Æskilegt er, að Eiðar verði prestssetur, til þess að prest- urinn geti unnið sem mest kristilegt starf við alþýðuskólann Þar- Er og þjónusta prestakallsins þaðan auðveldari en frá Kirkjubæ. Hruni. Þegar Selfossprestakall verður tekið upp, getur Hraun- gerðisprestur þjónað Ólafsvallasókn, og er þá möguleiki fyrir hendh að það, sem eftir er af Stóra-Núpsprestakalli, sameinist Hruna- prestakalli. Selfoss. Á Selfossi er nú á 2. þúsund manns. Kauptúnið er í mjos örum vexti og mikill áhugi þar á þvi, að það verði sérstakt prestakaU-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.