Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 65
SKIPUN PRESTAKALLA
231
Grindavík. Kirkjuvogssókn leggist til Útskála, af því að auðveld-
ara er að þjóna henni þaðan. 1 stað þess leggist Kálfatjarnarsókn
til Grindavíkur, og verði þannig létt störfum af Hafnarfjarðarpresti.
Keflavík. Útskálaprestakall er orðið svo fjölmennt og í svo örum
vexti (m. a. vegna flugvallarins í Keflavik), að nauðsyn er á að
skipta því. Liggur beinast við, að Keflavíkur- og Innri-Njarðvíkur-
sóknir verði þá sérstakt prestakall.
Reykjavík. 1 lögum nr. 76, 7. maí 1940, er þegar ákveðið, að þar
skuli vera svo margir prestar, að sem næst 5000 manns komi á hvern.
En framkvæmdir samkvæmt því hafa dregizt sökum þess, að engin
skýr ákvæði hafa fylgt um það, hvernig haga skyldi. Eru þau sett
síðar í frumvarpi þessu (sbr. 2. gr.). 1 samræmi við það eru presta-
köll i Reykjavik hér ekki tilgreind með sérstökum nöfnum. Mun
Það gjört síðar, eftir þvi sem segir í 1. grein.
Saurbœr á Hvalfjaröarströnd. Innra-Hólmssókn leggist til presta-
^allsins, til þess að létta störfum af Akranespresti, en í prestakalli
Þans yrðu við skiptinguna 2654 manns. Auk þess má gjöra ráð fyrir
mjög mikilli fjölgun á Akranesi á komandi árum.
Sööulholt. Við niðurlagningu Staðarhraunsprestakalls, sem bæði
®r fámennt og prestssetur þess niður fallið að húsum, verður eðli-
legast og auðveldast, að sóknir þess leggist til Söðulholts — en aftur
~ móti verði létt á Söðulholtspresti með því að leggja Fáskrúðar-
ðakkasókn til Staðarstaðar.
Stykkishólmur. Breiðabólsstaður á Skógarströnd skiptist milli
Stykkishólms og Kvennabrekku, þar eð prestakallið er fámennt og
Prestssetrið illa hýst.
Hvammur í Dölum. Hjarðarholtssókn leggist til Hvamms, til þess
a° létta störfum af prestinum á Kvennabrekku, er hann þjónar
Sreiðabólsstaðarsókn. Aftur á móti leggist Dagverðarnessókn til
Staðarólsþinga.
Reykhólar. Garpsdal er auðveldast að þjóna frá Reykhólum, eins
°S samgöngum er nú háttað.
Staöur í Grunnavík. Staðarprestakall í Aðalvík leggist til presta-
kallsins, þar eð ekki eru eftir nema rúmlega 30 manns í Staðar-
°g Hesteyrarsóknum.
Hólmavík. Tröllatunguprestakall skiptist milli Hólmavíkur og
i restsbakka í Hrútafirði í sparnaðarskyni.
Rreiöabólsstaöur l Vesturhópi. Tjarnarprestakall leggist til presta-
kallsins, þar eð bæði prestaköllin eru frekar fámenn og tiltölulega
aúðveld til yfirsóknar nú orðið.
Steinnesprestakall. Þar sem sett er innan sviga orðið Blönduós-
hreppur, þá er átt við það éitt, að sá hluti hreppsins, sem er fyrir
auaian Blöndu, fylgi einnig Blönduóssókn.
-Ælsustaöir. Auðkúluprestakall leggist til prestakallsins, þar eð bæði
Prestaköllin eru auðveld til yfirsóknar. Einsætt er, að presturinn á
■^sustöðum þjóni Holtastaðasókn, svo sem verið hefir undanfarið.
Hríseyjarprestakall. Vellir í Svarfaðardal er svo víðáttumikið
Pjestakall, sex sóknir, og orðið svo fjölmennt (1860 manns), að
Jögð ^![Sist að skiPta Því. Er þá eðlilegust sú skipting, sem hér er
Rtööruvellir í Hörgárdal. Samkvæmt núgildandi lögum telst Glæsi-
®)arsókn til Akureyrarprestakalls, en hefir þó undanfarið verið
PJónað frá Möðruvöllum, enda virðist það liggja beinna við.