Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 72

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 72
238 KIRKJURITIÐ þings í sumar, og ávarpaði söfnuðinn í messunni og ám- aði Reglunni blessunar Guðs. Kirkjuritið vill einnig fyrir sitt leyti þakka starf Reglunnar, og flytja henni blessunar- óskir á þessum merku tímamótum. Björn Magnússon. Bœndur andvígir prestafœkkun. Stéttarsamtök bænda héldu aðalfund sinn á Hólum í Hjaltadal 27.—28. ágúst s.l. Þar voru gerðar ýmsar samþykktir viðvíkjandi hags- munamálum bændastéttarinnar, og verður þeirra ekki getið hér. En tillögu þá, sem kirkjuna varðar og fundur þessi samþykkti, vill Kirkjuritið geyma og fer hún hér á eftir: }MeÖ tittiti til þess, aö nú stendur yfir endursTtoðun á prestakallaskipun landsins, lýsir aðalfundur Stéttarsam- bands bænda, haldinn á Hólum 1951, því yfir, að hann télur það andstætt hagsmunum sveitanna í menningar- legu og efnalegu tiUiti aö fœkka þar prestunum.ee Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og greiddi allur þorri fundarmanna atkvæði. Fimmtán fulltrúar fluttu tillöguna og voru það þessir: Bjami Bjamason skólastjóri, Laugarvatni, Ólafur Bjamason bóndi, Brautarholti, Erlendur Árnason bóndi, Skíðbakka, Ágúst B. Jónsson bóndi, Hofi, Guðmundur Ingi Kristjánsson bóndi, Kirkjubóli, Jóhannes Davíðsson bóndi, Hjarðardal, Bjarni Sigurðsson bóndi, Vigur, Sigurður Snorrason bóndi, Gilsbakka,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.