Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 80

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 80
246 AÐALFUNDUR Á fundi þeim, sem prestar héldu einir sér, ræddu þeir um framtíðarstörf deildarinnar o. fl. í stjóm voru kosnir: Séra Gunnar Árnason, formaður, séra Helgi Konráðsson og séra Guð- brandur Björnsson. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn að Skóg- um undir Eyjafjöllum dagana 2.—3. sept. s.l. í sambandi við fundinn fluttu prestar guðsþjónustur í öllum kirkjum Landeyja og Holts-prestakalla, en með því að Ásólfsskálakirkja hefir verið rifin niður og hafin er bygging að nýrri kirkju, þá var messað úti í skrúðgarðinum í Holti. Voru allar messur vel sóttar og sumar fjölsóttir, ekki sízt útiguðsþjónustan. Á sunnudagskvöld söfnuðust prestar saman í hinu fagra og reisulega skólahúsi að Skógum, og var þá þegar gengið til venjulegra aðalfundarstarfa, reikningar lagðir fram, félagsmál rædd og stjórn kosin. Séra Sigurður Einarsson stýrði kvöld- bænum í fundarlok, en sálmar sungnir á undan og eftir. Á mánudagsmorgun hófust fundarstörf að nýju með morg- unbænum fluttum af sr. Sigurði Haukdal. Aðalumræðuefni fundarins var „Kirkjurækni", en framsögo í málinu hafi sr. Hálfdan Helgason prófastur. Einnig flutti sr. Helgi Sveinsson erindi, sem hann nefndi „Prestsstarfið • Urðu um bæði erindin fjörugar umræður, þar sem nær alhr viðstaddir tóku til máls, enda bæði erindin mjög tímabær og vel til þess fallin að vekja áhuga og umræður meðal presta- Síðar um daginn fluttu þeir séra Sigurbjörn Á. Gíslason og séra Ingólfur Ástmarsson einkar fróðleg og skemmtileg erindi um för sína til Jórsala á síðastliðnu vori. í fundarlok var séra Bjarni Jónsson vígslubiskup einróma kjörinn heiðursfélagi Prestafélags Suðurlands. Fundinum lauk með altarisgöngu í Eyvindarhólakirkju, en á undan altarisgöngunni flutti séra Gunnar Jóhannesson er' indi: Réttlæting af trú samkvæmt Ágsborgarjátningunni. Stjómin var endurkosin og skipa hana: Séra Hálfdan Helga' sos prófastur, formaður, séra Sigurður Pálsson ritari og séra Garðar Svavarsson gjaldkeri.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.