Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 86

Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 86
252 KmKJURITIÐ Ný kennslubók f kristnum fræðum. Séra Árelíus Níelsosn hefir samið lesbók í kristnum fræð- um handa framhaldsskólum, og kom hún út í septemberlok í mjög vandaðri útgáfu. í bókinni eru leskaflar úr Gamla testamentinu og Nýja testa- mentinu, og fylgja skýringar. Framhaldsskólana hefir á undanfömum árum skort slíka lesbók, og á nú að vera bætt úr þeirri þörf. Séra Árelíus hefir um mörg ár verið bæði prestur og kenn- ari og kann að rita það mál, sem unga fólkið skilur. Er þess að vænta, að allir framhaldsskólar taki upp þessa lesbók, og það sem fyrst. Ritdómur um þessa merku bók mun síðar verða birtur hér í ritinu. Kirkjukórasamband íslands. Laugardaginn 23. júní var stofnað Kirkjukórasamband ís- lands að heimili söngmálastjóra þjóðkirkjimnar. í sambandið gengu 16 kirkjukórasambönd. Formaður þess var kosinn Sig- urður Birkis söngmálastjóri, enda er það einkum dugnaði hans og áhuga að þakka, að þessum áfanga er náð. Nýir prófastar. Séra Jón Auðuns hefir verið skipaður dómprófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi, séra Þorsteinn B. Gíslason í Húnavatns- prófastsdæmi og séra Andrés Ólafsson í Strandaprófastsdæmi. Vfsitazía biskups. Biskup vísiteraði í júlímánuði síðastl. allar kirkjur í Borg- arfjarðarprófastsdæmi. Frú Guðrún Jónsdóttir, kona séra Jónmundar Halldórssonar að Stað í Aðalvík, and- aðist 23. ágúst, 86 ára að aldri. Séra Hermann Gunnarsson, prestur að Skútustöðum, beið bana af byltu 10. okt. s. 1. — Minningargrein um þennan unga og áhugasama prest mun verða birt í næsta hefti ritsins. Útkoma þessa heftis hefir verið látin dragast til þess, að lesendur gætu fengið frumvarp og greinargjörð prestakallaskip- unarnefndar nú þegar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.