Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 31
Séra Hálfdan Helgason,
prófastur að Mosfelli.
Séra Hálfdan Helgason prófastur að Mosfelli andaðist
^eð sviplegum hætti, er hann var á leið heim til sín, 8.
aPríl síðastliðinn, og kom andlátsfregn hans eins og reiðar-
slag yfir alla, því að fæstir vissu
annað en að hann væri heill
heilsu.
Séra Hálfdan var í þennan
heim fæddur 23. júlí 1897, og
var því 56 ára, 8 og hálfs mán-
aðar gamall, er hann var héðan
kvaddur. Af þessum tíma hafði
ág meiri og minni kynni af hon-
um rúm 50 ár. Bjó ég um nokk-
urt skeið á heimili foreldra hans,
er hann var 6 ára, fjörmikill
strákur, fyndinn í tilsvörum og
kom fullorðna fólkinu oft til að
hlæja. Fylgdi þetta honum alla Hálfdan Helgason prófastur.
æfi.
Æskuheimili séra Hálfdanar var stórt og glæsilegt, i
Samla húsinu við Bankastræti, embættismannsheimili, eins
°g þau höfðu þá verið um langt skeið. Foreldrar hans, Jón
hlelgason, þá dócent og síðar lector Prestaskólans, og frú
^arta María bjuggu þar með börnum sínum, er þá voru
4. en urðu alls fimm. Var Hálfdan næst elztur barnanna.
Þetta heimili fluttist síðar í Tjarnargötu, og heyrði ég
Sera Hálfdan tala um það sem „gamla heimilið". Það varð
að nokkurs konar þungamiðju, er niðjarnir tóku að dreif-
ast, og áhrifin þaðan voru sterk og heilbrigð.