Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 35

Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 35
Kveðjuorð við útíör séra Hálídanar prófasts Helgasonar. Þegar ég á að mæla fáein orð eftir kæran vin og sam- verkamann í Prestafélagi íslands og Þjóðkirkju, séra Hálf- dan prófast Helgason — kemur mér fyrst í hug þetta vers í Jóhannesarguðspjalli: Jesús sá Natanael koma til sín og segir um hann: „Sjá, sannarlega er þar Israelíti, sem ekki eru svik í.“ Ég hefi þekkt séra Hálfdan frá því, er hann var drengur, sá hann fyrsta sinni í Dómkirkjunni í Reykjavík í bekk hjá móður sinni og systkinum, en faðir hans messaði. Á heimili þeirra ríkti mikil guðrækni, húslestrar hafðir um hönd og bænalífi lifað. Allt þetta mun hafa haft dýpri áhrif á drenginn en jafnaldra hans grunaði, er tóku þátt Weð honum í ærslum og leikum, því að hann var tápmikill og fjörugur félagsbróðir. I 5. bekk Menntaskólans var hann staðráðinn í því að lesa guðfræði og þá að líkindum gerast prestur eins og forfeður hans í báðar ættir. Þannig sá Jesús hann koma til sín þegar á unga aldri. Guðfræðinámið stundaði hann af miklum áhuga og dugnaði og varð prestur hér fyrir nær 30 árum og sótti aldrei héðan. Þarf ég ekki að lýsa því starfi fyrir yður. En mér skilst, að það hafi verið hafið í þeim anda, sem mestu varðar: Æ, hversu brann þá mín unga önd fyrir orð hins lifanda að stríða. Lét hann svo um mælt við mig löngu síðar, að kjarni hverrar og einnar prédikunar ætti að vera Kristur sjálfur. „Já, hver prédikun á að vera Krists prédikun," sagði hann °ft, og prédikanir hans, þær er ég heyrði, báru því vitni. Lotning hans og ást til Krists duldist ekki. Líklega hafa

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.