Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 36
226
KIRKJURITIÐ
engir fundið það betur en fermingarbörn hans, og hefi ég
ekki heyrt hlýrri né lofsamlegri orð um fermingarföður
en hann. Sá ekki Kristur hann koma til sín?
Hann var sívaxandi maður í prestsskap sínum, og urðu
honum falin meiri og meiri störf á því sviði: Framkvæmdir
fyrir Barnaheimilissjóð Þjóðkirkjunnar, prófastsstörf í
Kjalarnesprófastsdæmi, formennska í Prestafélagi Suður-
lands og stjórnarstörf í Prestafélagi fslands. Var hann
síðustu árin varaformaður þess og einhver hinztu störf
hans því helguð. Mér er vel kunnugt um það, að hann
vann öll þessi störf af mikilli prýði og lifði í hvívetna eftir
orðunum fögru: „Hvorki skal ég á þessu níðast og á engu
öðru, því er mér er til trúað.“ Reyndist hann mér svo,
að hann varð mér því kærari og ég mat hann því meir
sem ég átti nánara samstarf við hann. Síðastliðið sumar
ferðuðumst við saman til Gautaborgar á mót prestafélaga
Norðurlanda, og ég mun aldrei gleyma, hve góður sam-
ferðamaður og félagi hann var.
Já, vissulega er söknuður vor allra mikill, er þekktum
hann og áttum samstarf við hann og horfum nú á opið
og ófyllt skarð.
En hér skal þó ekki flytja neinar harmatölur, heldur
skulu minning og þökk vera huggun vor.
Og hvers er þá sérstaklega að minnast?
Þess að hann var maður, sem engin svik bjuggu í,
traustur, einlægur í guðrækni sinni, starfi og lífi — barns-
lega hjartahreinn.
Vér fundum þetta öll, starfsbræður hans og sóknarböí’M,
sem hann nefndi jafnan svo, ástúðlega, og einkum þó
kona hans og börn og systkin og aðrir ástvinir og vanda-
menn. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.“
En nálægðin getur einnig gjört það. Og um þá menn er
enn meira vert.
Þegar æfistarf er unnið af þeirri alúð, sem séra Hálfdan
prófastur vann sitt, þá tryggir það blessun þess og að
ávextirnir verða miklir og góðir. I þeim djúpa skilningi