Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 39
BÆKUR UM KRISTINDÓMSMÁL
229
ins heiðni, sem þó er í raun og veru gömul og hafði gengið
sér til húðar löngu fyrir allan kristindóm, og leitaðist við að
sýna fram á, hvernig kristindómurinn ætti með breyttum
starfsaðferðum að geta mætt hinu nýja viðhorfi og fullnægt
stórum betur trúarþörf manna heldm' en öll skurðgoð efnis-
hyggjmmar.
Nú hefir erkibiskupinn ritað aðra bók um ensku kirkjuna
°g vandamál hennar (The Church of England To-day, Lon-
don, Hodder and Stoughton 1953. 3 s 6 d), þar sem gripið er
á líkum efnum. 1 þessari bók er eigi aðeins lýst með glöggum
hætti megineinkennmn ensku kirkjunnar og ástandi hennar
í dag, heldur er hún fyrst og fremst miðuð við það að vera
til leiðbeiningar um starfið í framtíðinni, og er í henni marg-
ar góðar bendingar að finna. Þetta er eins konar andleg erfða-
skrá duglegs kirkjumanns, sem nú er að því kominn að fá
starfið öðrum í hendur, en vill gera þá hluttakendur í þeim
reynsluauði, sem hann hefir safnað.
Enska kirkjan er um margt ólík íslenzku kirkjunni, bæði
hvað snertir kenningar og skipulag. Er hákirkjustefnan mjög
kaþólsk í öllum kenningum, en leggur þó megináherzlu á
hina ytri siði. En í heild sinni verður enska kirkjan að teljast
mjög rúmgóð og mnburðarlynd í trúarefnum, og ekki vilja
enskir kirkjumenn annað heyra en að rannsóknarfrelsi og
skoðanafrelsi sé nauðsynlegt í guðfræðilegum efnum sem öðr-
um, og dregur Garbett enga dul á það, að nauðsynlegt sé að
samþýða trúarkenningar kirkjunnar almennum vísindum og
hugsunarhætti vorra tíma, eins og þetta var gert á dögum
Alexandríu-guðfræðinna r og Tómasar frá Aquinó. En þó vill
erkibiskupinn halda sem fastast í gömul játningarrit, enda
þótt hann verði við það að kannast, að stór hluti manna, sem
kirkju sækir, hvað þá aðrir, trúa lítt ýmsu því, sem þar er
staðhæft. Er eitthvað athugavert við þau vísindi, sem spreng-
lærðir menn geta með engu móti talið alþýðu manna á að
trúa, og virðist mér biskupinn helzt skorta skilning á þessu,
að það er hin úrelta dogmatik kirkjunnar, sem fælir hugsandi
rnenn mest frá henni. Menn fella sig engu betur við hinn
miðaldalega hugsunarferil en menn mundu fást til að ganga
hversdagslega í buxum af Páli postula.
Að ytra skipulagi er kirkjan sjálfseignarstofnun, sem á