Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 48

Kirkjuritið - 01.05.1954, Page 48
238 KIRKJURITIÐ !• gr. Stofna skal sjóð, er nefnist Kirkjubyggingasjóður. Hlutverk sjóðsins er að veita þjóðkirkjusöfnuðunum vaxtalaus lán til kirkjubygginga í sóknum landsins og til varanlegra endurbóta á eldri kirkjum. 2. gr. Ríkissjóður skal greiða í Kirkjubyggingasjóð kr. 500000.00 á ári næstu 20 ár. Stjórn sjóðsins skal skipuð þrem mönnum. Biskup landsins á sæti í stjórninni og er formaður hennar, en tveir stjórnar- menn skulu kosnir af Synodus til þriggja ára í senn. Reikn- ingar sjóðsins skulu birtir í Stjórnartíðindum. 3. gr. Ekki má veita lán úr sjóðnum samkv. 1. gr., nema teikning að kirkjubyggingu eða endurbót eldri kirkju hafi verið sam- þykkt af þriggja manna nefnd, er í skulu eiga sæti biskup landsins, húsameistari ríkisins og þriðji maður, sem kirkju- málaráðherra skipar. Árlegar tekjur kirkjunnar skulu vera til tryggingar láninu. Lánsupphæðin miðast við stærð kirkju og má nema allt að kr. 200.00 á hvern teningsmetra, þó aldrei meiru en kr. 1000.00 á hvern ferm. gólfflatar. Byggingarlánin endurgreiðast með jöfnum árlegum afborgunum á 50 árum- Til endurbóta eldri kirkna má eigi veita hærri lán en sem svarar % kostnaðar, samkvæmt reikningum, sem biskup úr- skurðar. Lánin endurgreiðast á 50 árum með jöfnum afborg- unum. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1955. BráSabirgSaákvœSi. Endurgreiða skal úr Kirkjubyggingasjóði vexti af lánum þeim til kirkjubygginga og endurbóta eldri kirkna, er tekin hafa verið eftir árslok 1945, enda sanni kirkjureikningar, að lánin nemi ekki stærri hluta af byggingar- og viðgerðarkostn- aði en sagt er í 3. gr. Eins og kunnugt er, báru þeir alþingismennirnir Andrés Eyjólfsson og Sigurður Óli Ólafsson fram frumvarp þetta og hafa þeir ásamt ríkisstjórninni stutt að framgangi þess. Lögin munu vafalaust verða þjóðkirkju Islands til mikilla heilla á komandi árum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.