Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 8

Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 8
342 KIRKJURITIÐ hluta á þingum, og skynsemistrú sneið sér þröngan stakk hyggjuvitsins. En það er hvorttveggja, að hyggjuvitið hrekkur ekki til að staðfesta von og trú hjartans, og hinir miklu leyndardómar verða sízt skýrðir með kenni- setningum, sem orðnar eru lítt skiljanlegar. Og löng og latnesk orð lærðra manna, sem þeir nota í viðureign sín á milli, eru oftast tóm nöfn og hvorki skýring né speki. Skynsemin er Guðs gjöf, og henni ber að fylgja, það sem hún nær. Það þarf enginn að óttast, að hún beri oss á leiðarenda! En þó hún hafi sín takmörk, þá hefir hún samt taumhald á hugboðum og þolir ekki það, sem fer í bága við hennar betri vitund. Trúfræðin er þarfur þjónn kristinnar kirkju. Hún er tilraun til að koma orðum að kristilegri trú og lífsskoðun, og þarf að standa fyllilega á sporði „þessa heims“ vizku. En orðin hrökkva oft ekki til að forma hin dýpstu sannindi og hinztu rök. Oftlega verðum vér að segja með skáldinu: Ég bíð unz birtir yfir og bjarminn roðar tind (D. St.). Svo er Guði fyrir að þakka, að „systematisk guðfræði" er ekki homsteinn kristninnar. Hún var ekki til á tíð postulanna, enda mundi þeim fiskimönnum hafa gengið illa að átta sig á ýmsu í siðari skólaspeki. Vér notum oft hið góða, gamla orð: barnatrú, og það skyldi enginn halda, að það tákni einhvern styttan útdrátt úr háskóla- trúfræði. Bamatrú á miklu skyldara við það, sem Jesús segir: Nema þér verðið eins og börn! Skyldi hann ekki hafa verið fyrstur til að sjá þetta og segja, að það er eitthvað í barnsins bláu augum, og einlæga uppliti, sem vér megum sízt glata, hve gömul, sem vér verðum? Og þó glatast það oft — og vinnst aftur við mikla lífsreynslu og íhugun. Barnatrúin er trúnaðartraust barnsins til móð- ur og föður. Hinum fyrsta grát var svarað með um- önnun, og barnið finnur sig óhult við brjóst móður sinnar. Heimilið er bamsins heimur, og það þroskast við sögur og æfintýr, myndir og tákn, sem verða á vegi þess. Er það ekki þetta trúnaðartraust, sem Jesús vildi vekja og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.