Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 22

Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 22
356 KIRKJURITIÐ um gjöfum manna, er töldu fé sínu bezt varið þannig, eða fyrir heiðarlegt starf munkanna, sem sjálfir unnu svo að segja kauplaust. Fjöldi manna var lærður til prests í klaustrunum, og var það venja, að gjalda um tuttugu hundruð fyrir tólf ára skólagöngu, og er það sízt hærra en nú mun tíðkast. Leigur voru vitanlega háar, eftir hætti þeirrar aldar, en alls ekki hærri hjá klaustrum en öðrum. Þess voru dæmi, að engar leigur voru teknar af jörðum klaustra. Þannig voru árið 1446 engar leigur teknar af fjórum jörðum Munkaþverárklausturs, sennilega vegna þess, að þar hafa búið fátæklingar, og Kristsfé var á sum- um hinna. Enn er þess að gæta, að ölmusur og matgjafir hvíldu miklu þyngra á klaustrunum en nokkrum stofn- unum öðrum. Jarðagózið var því ekki verr niður komið þar en í höndum einstakra stóreignamanna, sem eingöngu hefðu notað það til óhófs. En svo er á annað að líta: Ef þessar stofnanir hefðu ekki verið, þá ættum vér engar fornbókmenntir. Þá mund- um vér nú tala engu betra mál en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Þá væri þjóðmenning vor allt önnur og þekking vor og annarra frændþjóða vorra stórum minni á fortíð og sögu. Þá væri engin Landnáma, engar Islendingasögur, engar biskupasögur. Er þetta ekki kaupandi fyrir nokkra jarðarskrokka, sem ella hefðu farið í herkostnað auðugra ofstopamanna, og lagzt i auðn í styrjöldum og flokkadráttum? Þó að klaustramönnum væri að sjálfsögðu í einhverju áfátt, unnu þeir merkilegt gróðurstaf á akri siðmenning- arinnar, sem seint verður fullþakkað. Þeir voru í senn verðir hennar og frömuðir. Enda þótt hin íslenzku klaust- ur séu jöfnuð við jörðu, tala steinarnir. Því að fortíðin lifir alltaf í nútíðinni.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.