Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 36

Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 36
370 KIRKJURITIÐ er, hvenær vér verðum að grípa til forðabúra fræðslunnar, sem vér fengum á unga aldri. Ef til vill bjargar það mönnum í skipsstrandi eða gefur þeim þrek til fagurs dauða, að í hug þeirra kemur ritningargrein eða sálmavers frá þeim tíma, er þeir gengu til prestsins. önnur dæmi mætti ótal nefna. Vandinn er sá að ákveða, hvað á að heimta minnst. Ég fyrir mitt leyti gæti vel fallizt á, að leggja mál þetta í hendur biskupsins að miklu leyti. Fela honum að skrifa oss prestunum fyrir næstu áramót, hvað hann teldi æskilegt að vér létum börnin læra utan að á komandi vetri. Mætti svo endurskoða þær tillögur hans á næstu prestastefnu. Hins vegar teldi ég enn æskilegra, ef unnt væri að samþykkja nefnd presta, sem í samráði við biskupinn semdu og sæju um útgáfu á þeim lærdómsgreinum, er krafizt væri að böm kynnu til fermingar. Á ég þar ekki við Biblíusögur, því að þær eru enn skyldunámsgrein í barnaskólunum. Ég á aðeins við örlítið kver, ef kver skyldi kalla, til dæmis á lengd við Fræði Lúters hin minni, sem bömum væri skylt að eiga og kunna, öllum, sem það gætu lært. Ég skal nú að lokum nefna, hvað ég gæti hugsað mér að væri í þessu kveri og miða þá við það allra minnsta: 1. Faðir vorið. 2. Blessunarorðin. 3. 10 boðorðin. 4. Trúarjátningin. 5. Sæluboðin. 6. 20 valdar ritningargreinar. 7. Fimm úrvalssálmar. (Til dæmis, svo að ég nefni einhverja, raunar af nokkm handahófi: Ó, þá náð að eiga Jesúm, Á hendur fel þú honum, Þú, Guð, sem stýrir stjama her, Ó, Jesú bróðir bezti og Við freistingum gæt þín). Auk þess smáviðbætir, sem ekki þurfti að læra utan að. Fáein orð um kirkjuna almennt og íslenzku kirkjuna sérstak- lega. Og sálmurinn Allt eins og blómstrið eina, sem hefir algera sérstöðu í kirkju vorri — og raunar í kirkjunni allri. Viðbætir þessi væri til íhugunar og minnis. Þetta kver yrði sennilega ekki nema 5—10 blaðsíður í litlu broti. Engu meðalgreindu bami væri ofraun að læra það utan- bókar. Engum presti ætti að þykja óþarfi að kenna það.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.