Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 24
358 KIRKJURITIÐ þjónustu, og er hvort tveggja fágætt, að ná svo háum þjónustualdri og vera allan tímann í sama prestakallinu. Þann 28. maí 1884 kvæntist séra Pálmi önnu Jóns- dóttur prófasts í Glaumbæ Hallssonar, hinni mestu at- gervis og ágætiskonu, bæði í sjón og raun. Eignuðust þau hjón 12 börn, og komust 11 þeirra til fullorðinsaldurs, 9 eru enn á lífi. Hefir systkinahópur þessi þótt glæsilegur, svo að orð hefir verið á haft. Bræðumir eru: Jón Sig- urður bóndi á Þingeyrum, kvæntur Huldu Stefánsdóttur skólastjóra húsmæðraskólans á Blönduósi, Jóhann verzl- unarmaður á Hvammstanga, Stefán bústjóri á Korpúlfs- stöðum og Þórður kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, kvæntur Geirlaugu Jónsdóttur frá Bæ á Höfðaströnd. Tvær systr- anna eru dánar: Þorbjörg, gift Jóhanni Möller kaupmanni á Sauðárkróki, og Þóranna, gift Pétri Péturssyni kaup- manni á Akureyri. Hinar eru: Lovísa, gift Guðmundi Sveinbjörnssyni skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, Hallfríður, sem áður er nefnd, Jóhanna, gift Jóni Isleifssyni verkfræðingi í Reykjavík, Sigrún, kona Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Reynistað, og Bryndís, kona Steindórs Gunnlaugssonar lögfræðings í Reykjavík. Foreldrar séra Pálma voru hjónin Þóroddur Magnússon og Anna Guðbrandsdóttir frá Kothúsum í Garði. Bjuggu þau hjón í Garðinum og munu hafa verið fátæk, en sóknarpresturinn séra Sigurður Br. Sívertsen á Útskálum veitti athygli góðum hæfileikum Pálma og studdi hann til náms með vináttu sinni og hvatningum og ef til vill einnig með nokkrum fjárhagslegum styrk. Lét séra Pálmi elzta son sinn heita eftir þessum velgerðamanni sínum. Pálmi lauk prófum sínum með loflegum vitnisburðum, en hitt mun honum ekki hafa verið minna virði, að hann nam í hörðum vinnuskóla æskuáranna bæði sjósókn og land- búnaðarstörf. Þykir mér auðsætt af atorku hans og framkvæmd á æskuárum og síðar, að honum hefir kippt í kyn til hinna frægu formanna og sjósóknara á Suðurnesjum um skap-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.