Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 34
368 KIRKJURITIÐ arf, berjast fyrir kristnum hugsjónum og selja hinn helga trúarkyndil í hendur eftirkomendanna. Og hvað sem líður öllum kirkjudeilum, öllum trúfræðispurs- málum, já, meira að segja öllum helgisiðum, þá erum vér þó kallaðir til þess að kristna þjóðlífið, og getum ekki tekið því með ró, að þjóðin snúi baki við kirkjunni og týni niður fræð- um hennar. í þessari baráttu erum vér ekki einn og einn, né neinir keppinautar, heldur kristin liðssveit. Oss ber að ræða málin sameiginlega og hjálpast að við að leggja ráðin á. Og vér eigum að snúa bökum saman og berjast til sóknar og varnar gegn sameiginlegum óvinum, hvar í flokki sem þeir standa. 3. Þegar um hugsjónamál er að ræða, hlýtur baráttan alltaf að standa um bamssálirnar. Viljir þú umbæta einhvern, þá byrjaðu á ömmu hans, var sagt hér áður, þegar ömmumar vom aðal uppalendurnir. Nú hafa skólarnir komið í þeirra stað. Og það er sannast sagt háskalegt, hvað íslenzka kirkjan hefir nú orðið lítil ítök í fræðslukerfinu, og fá tækifæri til þess að móta skólaæskuna. En ég vænti engrar verulegrar stefnubreyt- ingar á því sviði á næstunni. En þá er að minnast þeirra möguleika, sem fyrir hendi eru. Kirkjan á enn aðgang að æskunni. Þrátt fyrir allt fráhvarfið, ganga flest börn til spuminga enn í dag á íslandi. Má ég skjóta því hér inn í, að þetta er alls ekki alls staðar svo í Evrópu, og óvíst að þetta verði hér svo bráðum, samanber hve mörg hjón búa nú saman óvígð, og að færzt hefir talsvert í vöxt að skíra ekki bömin. 4. Fermingin er fullgilding inntöku nýrra meðlima í kristna kirkju. Til hennar er stofnað í þeim tilgangi, að ungmennin hljóti nægilega fræðslu í kristinni trú og siðum, svo að þau geti sjálf gefið yfirlýsingu um, að þau vilji vera og starfa í kristnum söfnuði. Og kunnáttukröfurnar til fermingarinnar hafa oft ekki verið neitt litlar. Fram á vora daga, sem nú erum miðaldra, lærðu menn löng kver, til dæmis Helgakver, utanbókar. En þær kröfur hafa bæði farið minnkandi og verið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.