Kirkjuritið - 01.10.1955, Side 12

Kirkjuritið - 01.10.1955, Side 12
346 KIRKJURITIÐ Klausturstofnun að Þverá. Um klausturstofnun þessa eru heimildir fremur fáorð- ar, en þeim mun meira má geta sér til um hana. 1 annál- um stendur: Ár 1155 klaustur sett að Þverá. En í Prests- sögu Guðmundar góða er þess getið, að sama sumar og Björn biskup Gilsson vígði Björn bróður sinn til ábóta, hafi hann gefið klaustrinu að Þverá hundrað hundraða af staðarfám, og sýndi það tvennt í því, að hann þóttist hafa verið of óveitull á staðarfén, en trúði það mesta styrking kristninnar að efla munklífin. Enginn efi er á því, að þau systkin: Bjöm biskup, Björn síðar ábóti og Þómý, kona Jóns Sigmundssonar, hafa gefið ættaróðal sitt til klausturstofnunar á Munkaþverá, líklega með fé miklu, þó að bréf og gemingar um það séu nú löngu týnd. Með því var grundvöllur lagður að hinum mikla auði klaustursins. Æltleggur Einars Þverœrings. Þessi systkini voru af ættlegg Einars Þveræings. Mun Einar hafa verið kristninni fremur mótsnúinn í fyrstu, enda mágur Héðins á Svalbarði, sem guðlastaði svo mjög á móti heilagri trú, að Þorvaldur Koðransson lét vega hann í Noregi. Svo segir í Kristnisögu, að þegar Þang- brandur hóf að kristna Norðlendinga að loknu Alþingi 998, kæmist hann eigi lengra en að Skjálfandafljóti fyrir ofríki Eyfirðinga, og má ætla, að Einar hafi einmitt verið odd- viti þeirra. Samt hefir hann skömmu seinna tekið kristna trú, látið rífa Freyshofið og byggt kirkju mikla á Munkaþverá. Einar var kvæntur Guðrúnu Klyppsdóttur Hörða-Kára- sonar úr Noregi, og var hún náskyld Erlingi á Sóla og öðm stórmenni þar. Hefir hann sennilega fengið með henni fé mikið og því ekki skort efni til að reisa veglega kirkju og hýsa staðinn stórmannlega, enda var veldi Þveræinga mikið um þessar mundir. Sonur þeirra, Jám- skeggi, er kvæntur var Jómnni dóttur Hjalta Skeggja-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.