Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 13
ÞRENNINGARHÁTÍÐ Á MUNKAÞVERÁ 347 sonar, hefir búið þar eftir föður sinn og því næst Einar Þveræingur yngri, er getur í Ljósvetningasögu og víðar, en sonur hans hefir verið Gils faðir Björns biskups og systkina hans. Þeir bræður hafa sennilega báðir numið klerkleg fræði. Björn biskup fyrst í Haukadal, en síðan að Hólum í tíð Jóns ögmundssonar. Var Bjöm Gilsson kosinn biskup að Hólum 1146, sennilega rúmlega fimmtugur að aldri, þá fór hann utan og tók biskupsvígslu af Áskatli erki- biskupi í Lundi. En erkibiskup hafði sótt heim heilagan Bernhard ábóta af Clairvaux og dvalið eitthvað þar syðra. Má gera ráð fyrir, að hann hafi sagt Bimi biskupi ýmis- legt af klaustralífi þar og að undan hans rifjum hafi því að einhverju leyti verið runnin klausturstofnun sú að Munkaþverá, sem Bjöm biskup stóð að. Klaustrið stóð alls í 396 ár, fram að siðaskiptum, og eru taldir þar 27 ábótar. Margir þeirra voru hinir lærð- ustu menn og settu saman bækur, aðrir skáld og kostu- legir höfðingjar, sem ferðazt höfðu víða um heim. Svo var um Nikulás Bergsson eða Bergþórsson, sem farið hafði alla leið til Jórsala og ritað bók um þá ferð sína, sem er ein hin fyrsta ferðabók, sem skrifuð hefir verið á norræna tungu, þar sem lýst er helztu leiðum suður um lönd og gististöðum. Nikulás orti drápu um Jóhannes Postula og stóð að vígslu Skálholtskirkju þeirrar, er Klængur lét byggja. Er sagt, að hann hafi margar ást- gjafir af Guði þegið, verið „vitur og víðfrægur, minnug- ur og margfróður, ráðvís og réttorður". Sumar heimildir telja Nikulás fyrstan ábóta á Munka- þverá, en aðrar nefna Höskuld nokkurn, sem þó ekkert er vitað um, og hlýtur að hafa verið afar stutt, líklega settur í bili, ef ekki er fullkomin missögn um hann. Næsti ábóti eftir Nikulás var Bjöm Gilsson og þá Hallur Hrafnsson. Hann var áður prestur að Grenjaðar- stað. Sumir ætla, að hann hafi skráð rímfræði og Odda- tal eftir þeim Stjörnu-Odda og Bjarna tölvísa. Sonur Halls

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.