Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 42
376 KIRKJURITIÐ 3. Kjördæmin voru sjö og hvergi klofið prófastsdæmi, til þess að verða við óskum um það, og einnig til þess að hafa þingmenn ekki of marga. Kjördæmin voru: 1. Reykjavík og Kjalarnesp.; 2. Mýra til Dalap.; 3. Barð. til Strandap.; 4. Húna- v. og Skag.p.; 5. Eyjafjarðar til N.-Þing.p.; 6. N.-Múl. til A.- Sk.p; 7. V.-Sk. til Árnessp. 4. Prestar hvers kjördæmis kusu einn prest úr sínum hópi og sóknarnefndir og safnaðarfulltrúar einn úr sínum hópi og tvo varamenn, þá er næst komu að atkvæðamagni. 5. Kjörtími 6 ár og mælt fyrir um kjörstjórn, kosninga- fyrirkomulag, varaforseta o. fl. 6. Kirkjuþing gat tekið fyrir hvert mál, sem varðaði hina íslenzku þjóðkirkju, og gat hver kirkjuþingsmaður borið fram það, er hann vildi. Þingið gat afgreitt mál í frumvarpsformi eða sem ályktun og sent ríkisstjórn, Alþingi, prestastefnu eða kirkjuráði. Frumvarpið var 13 greinar, og fylgdi því rækileg greinar- gerð. Fékk það óskorað lof framsögumanns nefndar um frá- gang og undirbúning allan. Málið komst eftir harða mótspyrnu gegnum Efri deild, en í Neðri deild átti það vísan meiri hluta, og átti því að vera borgið. En fyrir slysni í atkvæðagreiðslu féll það með jöfnum atkvæðum. Voru 9 þingmenn fjarverandi. Eftir þetta hefir málið ekki verið borið fram á Alþingi og lá niðri um hríð. Sveinn Víkingur: Framsagan. (Helztu atriöi). Sveinn Víkingur biskupsritari rakti sögu málsins frá því að það var tekið upp að nýju 1948, fyrst í kirkjuráði og síðan á prestastefnu þá um vorið. Var frumvarpið, eins og það nn liggur fyrir prestastefnunni, borið undir alla presta landsins síðar það sama ár. Af þeim 58 prestum, sem létu í ljós álit sitt, voru 46 með frumvarpinu óbreyttu, 3 vildu minni háttar breyt' ingar, en 9 voru frumvarpinu andvígir. Var síðan frumvarpið á ný lagt fyrir kirkjuráð, er samþykkti frumvarpið, er síðan var sent kirkjumálaráðherra með bréfi biskups hinn 8. marz 1949, með ósk um að það yrði lagt fyrir Alþingi. Síðan kom

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.