Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 39

Kirkjuritið - 01.10.1955, Síða 39
KIRKJUÞING 373 Kjördæmi voru þannig ákveðin, að fámennustu prófastsdæm- in áttu að kjósa einn fulltrúa saman, miðlungsprófastsdæmi einn og f jölmenn prófastsdæmi tvo. Voru kjördæmin talin upp, eins og þau hefðu verið 1906. Mál þetta liggur svo niðri um f jórðung aldar að mestu. Eitt- hvað var þó um það ritað, til dæmis reit séra Gunnar Árnason í Prestafélagsritið 1928. En ég hygg, að einna fyrst sé farið að vinna að málinu af þeim ágætu mönnum á Akranesi, séra Þorsteini Briem og Áma Árnasyni lækni um 1937. En Hall- grímsdeild var, vafalaust að þeirra frumkvæði, alltaf vakandi í þessu máli, þegar aðrir virtust ýmist áhugalausir eða bein- línis vilja drepa málinu á dreif. Aðalsóknin, sem orðið hefir í þessu máli, hefst með því, að Prestafélagið tekur aðalmál á fundi sínum 1938: „Sjálfstæði kirkjunnar“. Hafði ég framsögu um málið. Gerði ég þar kirkju- þing að megintillögu, „kosna fulltrúasamkomu presta og leik- manna, er hafi sumpart löggefandi vald og sumpart ráðgefandi, og ráðstafi fé kirkjunnar. I sambandi við synodus á kirkju- þingið að geta löggefið um ýmis atriði. Kirkjuþing á að búa frumvörp öll um kirkjuleg málefni undir Alþingi.“ Var samþykkt ályktun um málið og kosin 5 manna nefnd til þess að undirbúa það. Á næsta aðalfundi Prestafélagsins, 1939, var málið, sem þá hafði verið undirbúið af nefnd, tekið mjög lausum tökum og samþykkt: „1. Að núverandi prófastsdæmi haldist óbreytt sem kjördæmi, er kjósa skal til kirkjuþings, 2. að synodus og kirkju- ráð haldi því valdi í innri málum kirkjunnar, sem þau nú hafa, 3- að núverandi fyrirkomulag um kosningu til kirkjuráðs hald- ist og 4. að biskup verði sjálfkjörinn forseti þingsins og hafi þar atkvæðisrétt.“ í stað þess að ýta fast á eftir málinu og heimta það fram, er hér brugðizt við því líkast sem óvinaher sækti að og nú Vaeri um að gera að verja öll gömlu vígin. Það varð þó úr, að halda málinu áfram, og er nú bezt að rifja upp með sem fæstum orðum, hvernig kirkjuþingsfrum- varpið var, þegar hér var komið. 1. Kirkjuþing átti að halda annað hvert ár. 2. Kjördæmaskipun fylgdi ekki prófastsdæmum, heldur var

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.