Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 27
SÉRA PÁLMI ÞÓRODDSSON 361 og sýslunefndir urðu til, búnaðarfélög voru mynduð, síðar kom bindindishreyfingin og ungmennafélagsskapurinn. Séra Pálmi var einn þeirra presta, sem tóku þátt í slíkum fé- lagssamtökum sveitunga sinna. Hann var í hreppsnefnd og fræðslunefnd, sýslunefndarmaður í 28 ár, í stjórn bún- aðarfélags og um langt skeið forystumaður í bindindis- málum með því ásamt fleiri góðum mönnum að halda uppi góðtemplarastúku í Hofsósi. Árið 1910 varð hann símstjóri í Hofsósi og annaðist það starf til elliára. öll störf sín rækti hann með viðurkenndri alúð og skyldu- rækni. Hann var prúður maður í starfi og á mannamót- um, hvar sem hann fór, hógvær og háttvís með afbrigð- um, glaður og hnyttinn í svörum og kunni vel að meta hógværa gamansemi annarra. Hann var þannig búinn að andlegri atgervi og fasi, að naumast mun öðrum hafa komið til hugar að gera sér dælt við hann. Þegar ég hugsa um hin mörgu störf séra Pálma og hvernig hann leysti þau af hendi og minnist jafnframt hinnar ágætu konu hans, skil ég vel, að sóknarbörnin, vinir þeirra, fundu hjá sér þörf að votta þeim þakkir. Var svo gert á merkistímamótum í ævi þeirra, er þeim var haldið samsæti og gefnar minningargjafir. Á gull- brúðkaupsdegi þeirra hjóna stofnuðu og börn þeirra og tengdabörn sjóð, sem ber nafn þeirra og verja skal til líknarmála. 1 elli sinni fluttu þau hjón til frú Hallfríðar dóttur sinnar og manns hennar, Vilhelms Erlendssonar kaup- manns í Hofsósi, þar sem þau nutu frábærrar umönnunar. Þar andaðist frú Anna þann 29. marz 1946 níræð að aldri. En þótt séra Pálmi dveldist fáein síðustu árin utan gamla Prestakallsins síns, fylgdist hann til hinztu stundar vel ttieð öllu, sem þar var að gerast, enda naut hann þeirrar guðsblessunar, að halda sjón og heyrn og óskertum sálar- gáfum sínum til hins síðasta, svo og sæmilegri líkams- hreysti miðað við hinn háa aldur og ferlisvist allt fram til síðasta ævidags. Hélgi Konráðsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.