Kirkjuritið - 01.10.1955, Page 26

Kirkjuritið - 01.10.1955, Page 26
360 KIRKJURITIÐ vita nú, að það voru engir meðalmenn, sem brutust fram til sigurs, önnuðust stór heimili, urðu höfðingjar í sveit sinni og forystumenn í félagsmálum, en um leið skyldu- ræknir í prestsstarfi, ræktu með prýði helgar tíðir, hús- vitjanir og barnafræðslu. Einn þeirra prýðismanna í klerka- stétt var séra Pálmi Þóroddsson. Hann var atorkumaður mikill til starfa, kom upp góðu búi og stundaði sjó, enda er stutt á mið í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd. Var sjó- sókn honum mikið yndi og þótti hann góður formaður. Allt fram á elliár sín í Hofsósi reri hann annað slagið, en er hann lét þó af því, sleppti hann sjaldan þeirri ánægju, að ganga niður í fjöru, þegar bátarnir lentu, til að skoða aflann. Er sjómönnunum í Hofsósi ekki hvað sízt ljúft að minnast sjómennsku séra Pálma. Á vetrum óf hann í föt á böm sín og heimafólk. Var fjölmennt oft á prests- setrinu á Höfða, er þar voru auk barnanna bæði vinnu- hjú og unglingar til náms. Ekki var starf húsmóðurinnar minna en húsbóndans. Eiga margir góðar minningar um gestrisni og greiðasemi prestsheimilisins. Sannarlega náði starfsvilji séra Pálma ekki síður til prestsþjónustunnar. öll embættisverk sín rækti hann af mikilli alúð og skyldurækni. Eiga sóknarbörn hans marg- ar minningar um atorku hans og ósérhlífni, er hann kom á kirkjustaði til messugerða í harðviðrum og ófærð að vetrarlagi og gekk þá á skíðum. Varð jafnan ekki annar á undan honum til kirkju, enda var honum illa við óstund- vísi og hvers konar óreglu. Á sama hátt fór hann um sóknir sínar í húsvitjunarferðum, er hann rækti af mikilli kostgæfni, lét bömin lesa og fylgdist með framförum þeirra í kristnum fræðum, enda var á fyrri hluta prests- skapar hans ekki um aðra barnafræðslu að ræða en þá, sem heimilin og presturinn veittu. Valt þá ekki lítið á ár- vekni prestsins í því starfi. Um þær mundir, sem séra Pálmi varð prestur og þó nokkrum árum áður, var stofnað til ýmiss konar félags- samtaka í sveitum landsins, hreppsnefndir, sóknarnefndir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.