Kirkjuritið - 01.10.1955, Page 10

Kirkjuritið - 01.10.1955, Page 10
344 KIRKJURITIÐ að koma á framhlið meðal annarra stórmenna. Mér varð sem söfnuðinum, þegar Einar prestur Skúlason flutti þar kvæði sitt, Geisla, „að kirkjan fylltist af sætum ilm“. Svo er og um hið veglega musteri tvö þúsund ára kristni; þar ilmar af mikilli sögu. Það geymir allar tilraunir krist- inna manna til að koma orðum, myndum eða táknum, sálmum og helgisiðum að sinni trúarreynslu. Þeir helgu dómar er mikill arfur, og einhver hjálp við allra hæfi. Vér erum ekki í sjálfheldu vorrar eigin litlu reynslu, en fáum þá hjálp, sem dómgreind vor og þroski leyfir. „Trúa mundi ég ef Njáll segði,“ dettur manni í hug í viðurvist hinna helgu manna. Mest ber þar á tilraunum manna til að gera sér grein fyrir Kristi. Honum eru valin öll stærstu heiti, og ná þó öll orð og myndir skemmra en menn vildu. Hann er Messías, Logos, önnur persóna þrenningar- innar, konungur og keisari, og situr í öndvegi með gull- kórónu. En hann er þar líka lagður í jötu, og einnig þyrni- krýndur, hæddur og krossfestur. I þessu volduga musteri eru mörg ölturu og kapellur. Ein þeirra er helguð ís- lenzkri kristni. Helgasti dómur þeirrar kapellu eru Passíu- sálmar Hallgríms Péturssonar, og ganga þeir næst guð- spjöllunum, sem geymd eru í kór á háaltari. Líf og kenning Jesú er kirkjunnar leiðarvísir. En án krossfestingar hans og upprisu væri vísast hvorki kirkja né kristni. Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré (D. St.), og lýk máli mínu með þessu erindi: Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum eg undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og vemdar hverja rós, frá þínum ástar eldi fá allir heimar ljós.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.