Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1955, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.10.1955, Qupperneq 11
BENJAMÍN KBISTJÁNSSON: Þrenningarhátíð á Munkaþverá. Sunnudaginn 5. júní s.l. var 800 ára afmælis Munka- þverárklausturs minnzt veglega með hátíðarguðsþjónustu þar á staðnum. Viðstaddir guðsþjónustuna voru vígslu- biskupinn séra Friðrik J. Rafnar, Akureyri, héraðspró- fasturinn séra Sigurður Stefánsson, Möðruvöllum, auk sóknarprestsins séra Benjamíns Kristjánssonar. Ennfrem- ur var viðstaddur Valdimar V. Snævarr, skáld á Völlum í Svarfaðardal, sem ort hafði fagran sálm vegna afmælis- ins, og var sálmurinn sunginn við þetta tækifæri. Fyrir altari þjónuðu séra Benjamín Kristjánsson og séra Sigurður Stefánsson, sem einnig flutti prédikun, en sóknarpresturinn minntist klaustursins og ábóta, er þar störfuðu, 27 að tölu, í sérstöku erindi. Söngflokkur Munka- þverárkirkju og Glerárþorps önnuðust kirkjusöng með mikilli prýði undir stjórn Áskels Jónssonar. öll var þessi athöfn fögur og hátíðleg. Staðurinn var fánum skreyttur og kirkjan prýdd blómum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.