Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 32
366 KIRKJURITIÐ sem gerð hefir verið gegn ytra og innra veldi kaþólsku kirkj- unnar. Og síðan hún braut hin miklu skörð í kirkjumúrinn, hefir ekki linnt árásunum, — ekki aðeins á kaþólsku kirkjuna, — heldur á síðari tímum á allar deildir kristinnar kirkju. Hver heimspekistefnan af annarri hefir risið og skollið eins og brimalda á kirkjuskipinu: Upplýsingastefnan, framþróunar- stefnan, „naturalisminn", raunsæisstefnan, „humanisminn“, Freudisminn, svo að ég nefni aðeins fáeinar frá síðustu öldum. Flestar þessar stefnur hafa haft eitthvert kristið ívaf, en yfirleitt hafa þær lýst sig andvígar kristnum trúarhugmynd- um, og sagt kirkjunni stríð á hendur. Og ósjaldan hafa stjórnmálamennimir tekið þær meira eða minna í sína þjónustu, beinlínis í því augnamiði að auka sitt veraldlega vald, en koma öllu kirkjuvaldi á kné. Þetta gerðist fyrst með verulegum árangri á tímum frönsku stjórnarbylt- ingarinnar. En á 19. og 20. öldinni dregur þó raunar til mestra tíðinda á þessu sviði. Iðnbyltingin skapar að kalla nýjan heim. Jafnhliða rísa upp stjórnmálastefnur, sem grímulaust byggja stefnuskrár sínar á hreinræktaðri efnishyggju, afneitun allrar trúar og beinni höfn- un á leiðsögn kirkjunnar, — jafnvel í siðgæðismálum. Þessi barátta hefir þegar leitt til álitshnekkis kirkjunnar almennt, víða til aðskilnaðar ríkis og kirkju, meira og minna til þess að trúarbragðafræðslan hefir ýmist verið stórlega minnkuð eða afnumin í skólunum, — og jafnvel til ofsókna í garð kirkjunnar í stöku landi. Ég tek það skýrt fram, að ég vek hér aðeins máls á þessu til upplýsingar höfuðumræðuefni mínu, en hvorki til að stofna til deilna um þessi mál almennt, né til þess að dæma um or- sakir allra þessara hluta, þar á meðal þann hlut, sem kirkjan á sjálf í þessum efnum. En ég bið yður að taka vel eftir og hugfesta þau orð, sem ég nú mæli. Mér finnst augljóst af því, sem ég hefi þegar sagt, að afstaða kirkjunnar hefir gerbreytzt í Evrópu síðustu manns- aldrana. Kirkjan er þar raunar ekki lengur þjóðkirkja né ríkiskirkja, heldur trúboöskirJcja. Og þetta má líka, að ég held, heimfæra til íslenzku kirkj- unnar. Enn bið ég yður að muna, að ég tala um þetta sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.