Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 37
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA BARNA 371 Auðvitað er þetta efnisval aðeins uppástunga, sem stendur til bóta. Aðalatriðið er þetta: Ég vil leggja til, að vér náum samkomulagi um þau frumatriði, sem vér teljum skylt að hvert fullvita fermingarbarn kunni skil á, — já, kunni utan að. Og ég vil heldur að kröfurnar séu of smáar og þeim sé fullnægt, en of miklar og að flestir fari í kring um þær eða vanræki þær. 6. Ég hefi reynt að tala um mikilvægt og yfirgripsmikið mál með sem minnstum orðalengingum. Ég hefi því forðazt alla útúrdúra og útskýringar. Ég hefi heldur ekki fært fram nein reynsludæmi, enda berum vér allir skyn á þessi mál og höfum í þeim mikla reynslu — flestir. Ég hefi hafið þetta mál sem starfshvöt en ekki deilugrund- völl. Ég undirstrika þetta að síðustu: Nú eru aldahvörf í lífi kirkjunnar. Hún er á ný orðin trú- boðskirkja um víða veröld. Hin breyttu viðhorf krefjast nýrra starfsaðferða, aukins starfs á ýmsum sviðum. Það verður meira en áður spurt um athafnir í stað orða. Krafizt beinnrar fræðslu í stað margra fyrirmæla. Og enn þetta: Á dögunum greip ég af hreinni tilviljun niður í gamla húsvitjanabók. Presturinn gefur þar öllum vitnisburð. Um sjálfan sig segir hann: „Vill vanda sig.“ Þetta er fagur vitnisburður, það sem hann nær. Og ég vona líka, að vér eigum hann allir. En vér erum ekki kallaðir til þess að róa hver sínum báti — eitthvað á miðin. Vér erum kallaðir til þess að standa saman og sækja saman undir merki meistarans, — fram til betra mannlífs og siðbjart- ari tíða. Og hvar, ef ekki í uppfræðslu æskunnar, eigum vér og getum vér lagzt allir á eitt, svo að það verði lýðum ljóst, að hér er kirkja, sem hefir boðskap að flytja og blygðast sín ekki fyrir hann, heldur trúir því, að hann sé öllum til sálubóta og sálu- hjálpar. Og ef vér sameinumst í starfi, munum vér vaxa að virðingu. ^jóðin tekur á ný að rækja kirkju sína, — og Drottinn mun gefa þjónum sínum ávexti erfiðisins. Þá ávextina, sem vér kjósum helzta: Að guðsríki eflist í landinu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.