Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 35
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA BARNA 369 í miklu ósamræmi innan íslenzkrar kirkju síðustu áratugina. Þar sem annars staðar hefir kirkjan slakað á undan stormi tímans, jafnvel látið reka. Fyrir nokkrum árum mun prestastéttin hafa samþykkt að þess skyldi gætt, að hvert barn fengi að minnsta kosti 20—25 stunda uppfræðslu hjá prestum fyrir fermingu. Þetta kom til af því, að vitað var, að vér prestarnir ræktum þetta starf næsta misjafnlega. Og það gerum vér enn. Það er alkunnugt, að sumir prestar spyrja bömin meira og rninna í tvo vetur og taka þau jafnvel til viðbótar nokkra daga heim á heimili sín fyrir sjálfa athöfnina. En hins eru iíka dæmi, að böm hafa ekki verið spurð nema örfáa daga fyrir fermingu, — og það samfellt. Slíkt hlýtur að hafa hvort tveggja í för með sér, lítinn lærdóm og enn minni persónuleg áhrif prestsins. En þetta hvort tveggja er grundvöllur og til- gangur spuminganna. Þetta gat ef til vill verið réttlætanlegt áður fyrr, á meðan kirkjan stóð fastari fótum og var rótgrónari. En það er ekki Verjandi í dag. Það er að láta ungskóginn vera í óhirðu. Að mínum dómi er það skilyrðislaus skylda vor prestanna, °g nauðsyn kirkjunnar, að vér kennum allir börnunum eitthvað ákveðið undir fermingu. Ég á hér auðvitað við böm almennt. ®ngin regla er án undantekningar. Sum böm geta varla lært neitt sem heitið geti. Þau hafa ævinlega verið og hljóta alltaf að vera undanskilin meginreglunni. En á tímum kristinnar vankunnáttu er ekki hægt að sætta sig við það fyrir prestastéttina, að krefjast þess eins, að bömin komi svo og svo marga tíma til samtala um kristileg efni. ^ér verðum að kenna þeim gmndvallaratriði kristinnar kenn- ingar 0g siða. Aðrir verða ekki til þess, enda eigum vér ekki ^nöfu til þess. Og vér verðum að gera samræmdar kröfur, því að annars getum vér ekki fullnægt þeim. Þetta á að minnsta kosti við Urn Reykjavík og nágrenni hennar. 5. Ég veit, að fæstir yðar — sennilega engir — geta ekki fallizt a> að bömin verði að læra eitthvað utanað til fermingar. Vér Þekkjum það allir af eigin reynslu, hversu óútreiknanlegt það 24

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.