Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.10.1955, Blaðsíða 45
Ferð til Norðurlanda. Dagana 19. ágúst — 3. sept. var ég í Norðurlandaför, og þykir hlýða, að ég segi frá henni nokkrum orðum í Kirkjuritinu. Ferðinni var fyrst heitið til Oslóar, því að skammt þaðan skyldi halda biskupafund Norðurlanda 24. — 29. ágúst. Hefir sú venja verið upp tekin á seinni tímum, að biskuparnir á Norð- urlöndum hittist þriðja hvert ár og eigi þá dvöl saman nokkra daga til kynningar innbyrðis og umræðna um kristindómsmál. Að morgni fyrsta fundardagsins söfnuðust biskuparnir sam- an í biskupsgarðinum í Osló við torg Hallvarðs helga, þar sem áður var miðstöð kristninnar í landinu, bæði klaustur og kirkja, stór og fögur. Er biskupssetrið mikil höll og vegleg. Biskups- hjónin fögnpðu okkur hið bezta, Jóhannes Smemo og kona hans. Hafði hann mjög annast undirbúning undir fundinn. — Urðu biskuparnir alls 33 á honum, af 39. Höfðu aldrei áður komið svona margir. Eftir morgunverð í biskupsgarði voru skoðaðar kirkjurústir fornar rétt hjá og tvær munkastofur, sem enn standa af klaustr- inu. Því næst var ekið í bíl og heimsóttar helztu kirkjur Osló- borgar og aðrir merkir staðir. I veizlu, er kirkjumálaráðuneytið hélt biskupunum, hitti ég Eivind Berggrav. Hann er em að sjá, en heilsan þó orðin mjög veil. Kvaðst hann hafa þráð það lengi að fá að sjá ísland, en varla myndi sér nú verða þess auðið. Nokkru eftir miðaftan var komið til Reistadskóla í Hlíðum, Þar sem fundinn skyldi halda. Er staðurinn hinn fegursti, uppi í hávöxnum skógarlundi, og blasir við Drammenfjörðurinn hið neðra. Var allra yndislegast að horfa þangað á kvöldum, þegar Ijósadýrð borgarinnar blikaði við og speglaðist í firðinum. harna áttum við saman hlýja og bjarta daga. Það yrði of langt mál að rekja hér umræður á þessum fundi. En starfinu var háttað þannig, að á morgnana var Biblíulestur,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.