Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 6

Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 6
436 KIRKJURITIÐ unni í Betlehem. En hið sama getur orðið með andlegum hætti. Dýrð jólabarnsins getur látið verða skínandi bjart yfir mann- heimi og ummyndað hann. Brautin blasir einnig við helg og heið, er það síðar gekk. Þetta er allt svo einfalt mál, en þó svo djúpt, að mannshjartað skilur það aldrei til fulls. Betlehems- barnið getur orðið mannkyninu allt, sem það þráir innst í hjarta, og sýnt því föðurinn, veru hans og vilja. Því að Jesús Kristur er sjálfur fegurst mynd Guðs, sem mennirnir fá aug- um litið. Með lífi sínu, dauða og upprisu er hann hæsta hug- sjón mannkynsins, fullkomnunar takmark þess, vegurinn til Guðs, sannleikurinn og lífið, frelsarinn frá synd og dauða. Til hans á því leið mannkynsins að liggja eins og fulltrúa þess forðum, hirðanna og vitringanna, að jötunni, burt frá náttmyrkrunum til dagstjörnunnar eilífu. En hvað um hinn innra heim — heim þinnar og minnar sálar? Skín þar ljós í myrkri? Eru þar runnin upp jól? Eigum vér frið guðssamfélagsins í Jesú nafni, finnum vér velþóknun Guðs yfir mönnunum? Vér þekkjum ef til vill mörg til myrkurs, sem getur skyggt á gleði jólanna og gagntekið oss með skelfingu. Oss hefir ef til vill farið eitthvað svipað og lítilli stúlku 2—3 ára gamalli. Hún hafði sofnað í rökkrinu á legubekk í stofunni, en þegar hún vaknaði, var orðið aldimmt. Ofboðsleg hræðsla greip hana, og hún hrópaði upp yfir sig: „Pabbi, pabbi, ég er týnd“. En þegar vér köllum þannig til föður vors á himnum, þá bíður vor fljótt sama reynsla sem stúlkunnar: Vér erum aftur komin í föðurfaðminn. Guð bænheyrir alltaf barnið sitt. Það er svo gott að vera barn á jólum. „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komizt þér alls ekki inn í himnaríki," sagði hann, jólabarnið. Já, bezt af öllu væri að snúa við og verða eins og það. Komum í anda með fjárhirðunum og vitringunum og veit- um því lotningu, þar sem það hvílir við móðurbarminn: Varir þínar, barn, munu bergja á bikar þjáninganna og munnur þinn boða oss hjálpræði af anda, krafti og lífi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.