Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 17

Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 17
KIRKJURITIÐ 447 þetta eitt og allt, líkt og heimaalningnum, sem sér aldrei út úr þröngum dalnum og gerir sér ekki i hugarlund, að neitt leynist undir yfirburði tjarnarinnar. Og mannlífið verður þá að- eins stutt bæjarleið, sem farin er í tilgangsleysi eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Þá finnst mér ólíkt að hugsa til langsýni og djúpskyggni Einars Benediktssonar: Er nokkur æðri aðall hér á jörð en eiga sjón út yfir hringinn þröngva og vekja, knýja hópsins blindu hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. Og svo kvað Einar — ofar skýjum — um lífið og dauðann: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Sem betur fer eru þessi „sælu sannindi“, svo ég noti orð Jón- asar Hallgrímssonar, betur rökstudd en tilgangsleysiskenningin og grafardýrkunin. Ég er þess líka fullviss, að Hannes Pétursson á eftir að kafa dýpra og sjá hærra en hann lætur nú uppi. Hann er af þeim stofni og á til þess augun og vængina. Hefir aðeins ekki brot- ið enn af sér skurn tízkunnar. Ljót klessa á haglegu verki. Björn Th. Björnsson sigraði, sem kunnugt er, glæsilega í sam- keppni um nýja skáldsögu og hlaut 75 þúsund krónur í verð- laun úr Menningarsjóði. Bók hans bregður upp skemtilegri og minnisverðri mynd, og er að flestu leyti haglega gerð og víða af mikilli kunnáttu. En á tveim, þrem stöðum, þar sem skáldið segir frá fundum þeirra elskendanna, Ara Guðmundssonar á Reykhólum og Sólveigar Björnsdóttur, hirðstjóradótturinnar á Skarði, slær út í fyrir höfundi. Honum fer þá líkt og málara, er missti snöggvast pensilinn í svaðið og léti slarkförin sjást á léreftinu. Það, sem hér um ræðir, eru ekki neinar ástalífs-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.