Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 20
450
KIRKJURITIÐ
Gott er til þess að vita, að þessum málum hefir þokað mikið
fram síðan, enda þess orðið enn meiri þörf. Starfar hér nú
málleysingjaskóli, sem getið hefir sér góðan orðstír og sóttur
er hvaðanæva að af landinu. Hefir hann komið mörgum sem
séra Páll forðum til góðs þroska og opnað nemendunum marg-
víslegar atvinnuleiðir.
En í þessu sambandi get ég ekki varizt að spyrja enn: Hvað
líður stofnunum til hælis og bjargar útilegufólkinu og stúlk-
unum, sem lent hafa á villigötum? Þeirra er svo mikil þörf, að
ekki má dragast lengur að koma þeim á fót. Það er háski og
þjóðarskömm að greiða ekki tafarlaust betur úr þeim málum
en gert hefir verið að þessu.
„Konan, sem mér hefir fundizt mest til um“
heitir grein eftir Ingemar Glemme um Marie Jacobsen, danska
hjúkrunarkonu, sem nú rekur barnaheimili í Djubeil í Líbanon.
Sá staður hét Byblos til forna, og er orðið samstofna við heiti
Biblíunnar. „Stóramamma hjá Ararat“, eins og I.G. kallar hana,
fór fyrir 52 árum (1907) heiman úr Danmörku þangað austur,
til hjúkrunar og annara líknarstarfa meðal Armena. En eins
og kunnugt er, hófu Tyrkir grimmilegar ofsóknir á hendur þeim
laust fyrir síðustu aldamót. Stóðu þær síðan lengi og voru hin-
ar ægilegustu. Talið er, að 1,5 milljónir eða um þrír fjórðu
hlutar kristinna Armena hafi látið lífið áður en ósköpunum
linnti. Tiltölulega mjög fáir keyptu sér líf og grið með því að
afneita Kristi og játa Múhameðstrú.
Marie vann fyrst við lítið sjúkrahús í Harpoot. Daglega bar
ótrúlega hluti fyrir augu hennar, einkum í byrjun fyrri heims-
styrjaldarinnar. Armenskir karlmenn voru eltir uppi, pyntaðir
og drepnir með hryllilegum hætti, konur þeirra og dætur sví-
virtar, börnin stundum rotuð að mæðrunum ásjáandi, oftast
hrakin á verðgang og ofurseld eymd og hungurdauða. Marie
naut þess að vera útlendingur, undir danskri og amerískri vernd.
Hún gerði það, sem hún gat, einkum börnunum til verndar.
Safnaði nokkrum þeirra saman í húsarústum, þar sem Armenar
höfðu áður búið, en Tyrkir látið greipar sópa um allt og kom-
ið öllu kviku fyrir kattarnef. Eymdin var ofboðsleg. Mörg börn
bar hún daglega til grafar. Oft lá henni við að gefast upp, og
eitt kvöldið, þegar lítill hnokki kom og sagði: ,,Ég vil fá að