Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 22
452
KIRKJURITIÐ
Árið 1918 var svo komið, vegna sjúkdóma og margs konar
þrenginga, að Marie sá sér ekki annað fært en leita til yfirfor-
ingja tyrkneska hersins í grenndinni og segja honum frá þessu
starfi sínu og skora á hann að sýna miskunnsemi og bjarga
því, sem bjargað yrði. Þá vildi henni það tvennt til happs, að
hún var víðkunn fyrir hjúkrunarstörf sín meðal hermannanna,
og herforinginn, sem þá fór þarna með völdin, var skynsamur
mannúðarmaður. Hann sagði, er Marie hafði lokið máli sínu:
„Hvers vegna komstu ekki fyrr. Þú hefir bjargað lífi ótal
manna minna. En lika annað og meira. Þú hefir sýnt mér í
verki þann kærleika, sem þessi Kristur ykkar talar um, en ég
hefi svo sjaldan séð nokkur dæmi um. Mér þykir því vænt
um að geta nú unnið dálítið mannúðarverk eftir öll þessi til-
gangslausu morðverk undangenginna ára, sem aðeins hafa ver-
ið til ills og eyðileggingar og eru því valdandi, að við erum
að tapa stríðinu. Það er eingöngu kærleikurinn, sem gagnar
framtíðinni. Skipa þú, ég skal hlýða.“
Marie Jacobsen er nú 78 ára og víðkunn austan hafs og vest-
an. Þessi voru lokaorð hennar við sænska blaðamanninn:
„Allir tala um hugrekki mitt. En finnst þér vera unnt að
ræða um hugrekki, þegar um ekkert er að velja? Börnin þörfn-
uðst mín. Ég átti afar litlar undankomuvonir. Og Guð var
með mér. Hann gaf mér óbrotnar fyrirskipanir og rak hræðslu
mína á flótta.“
. . . Með þessari mynd Kristsáhrifanna og Kristsfylgdarinnar
óska ég öllum lesendum Pistlanna gleðilegra jóla!
Þakkir.
Nú, þegar dr. theol. Ásmundur Guðmundsson, fyrrv. biskup
íslands, lætur að eigin ósk af ritstjórn Kirkjuritsins, er brotið
blað í sögu þess. Hann hefir ekki aðeins verið ritstjóri þess frá
upphafi — eða í tuttugu og fimm ár — heldur mótað það mest
að efni og formi. Enginn einn maður hefir heldur ritað neitt
viðlíka mikið í það og hann. Alla, sem kynna sér það, mun
undra, hve miklu hann hefir afkastað á þessum vettvangi, og
hefir þetta þó jafnan verið aðeins eitt af hans aukastörfum.
Gildi þess verður hér hvorki vegið né metið, en skylt er þess
að geta, að ævinlega mun dr. Ásmundur hafa tekið sára lítið,