Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 24
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík
sextugur.
Sumarið 1899 voru hér á ferð tveir höfuðklerkar úr íslend-
ingabyggðum vestan hafs, þeir séra Jón Bjarnason og séra
Friðrik J. Bergmann. „Glöggt er gestsaugað" segir málshátt-
urinn, og sáu líka þessir tveir aðkomu- og áhugamenn úr presta-
stétt, að harla mörgu var hér ábótavant, hvað kirkjuna og mál-
efni henrar snerti. Ekki kenna þeir embættisbræðrum sínum
hér um það ófremdarástand, heldur óhæfu skipulagi, áhuga-
lausum yfirvöldum og sinnuleysi fólks yfirleitt. í Reykjavík
voru þá orðnir um 6000 íbúar. Lætur séra Jón þess getið, að
dómkirkjupresturinn og sá eini í bænum hafi svo mikið að
gera, að hann verði að vinna eitthvert aukaverk hvern dag
allan ársins hring. Síðan segir hann: „Að hlaða öllum þessum
aukaverkum á einn mann í ofanálag á prédikunarstarf hans,
barnauppfræðing og allt annað, sem að sjálfsögðu heyrir prests-
embættinu til, það er fávíslegasta óvit. Reykvíkingar ættu
sannarlega að vera þess umkomnir að halda eina þrjá presta
og launa þeim sómasamlega. En því fer svo fjærri, að nokkuð
þvílíkt hafi þótt í mál takandi að undanförnu, að hinn fjöl-
menni söfnuður dómkirkjunnar hefir jafnvel ekki séð sér fært
að hressa við hina auvirðilegu og eyðilögðu girðing utan um
grafreitinn sinn.“
Ferðasaga séra Friðriks er merkisbók: „ísland um aldamót-
in“. Þar lýsir hann prestastefnunni íslenzku með svofelldum
orðum: „Fyrirkomulagið á synódus er líka alveg óhafandi.
Þar eru tveir forsetar, annar fulltrúi veraldlega valdsins, amt-
maðurinn, hinn fulltrúi kirkjunnar, biskupinn. Amtmaðurinn
stýrir umræðum ... hann hefir hið eiginlega forsetavald. Bisk-
upinn er þar fyrir hönd kirkjustjórnarinnar til að segja álit
sitt um þau mál, sem rædd eru. En það vald, sem hann er full-
trúi fyrir, kirkjan, er þarna á sínu eigin þingi eins og skuggi