Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 25
KIRKJURITIÖ 455 við hliðina á hinu veraldlega valdi. En svona hefir það gengið á íslandi ... Ekki bæt- ir það heldur úr, þegar full- trúa veraldlega valdsins sýn- ist eiginlega meinilla við allt þetta kirkjulega fundarhald og stýrir umræðum þannig, að hann botni ekkert í, hvers vegna menn hætti ekki þessu óþarfamasi sem allra fyrst, svo að hann geti losast úr þessari prísund. Ekki var ég þess var, að nokkur maður hefði það álit, að þessi árlega synódus hefði neitt að þýða eða væri til nokkurs gagns.“ Ekki var ástandið björgu- legt fyrir 60 árum. Enda var óánægja með þetta rík undir niðri hjá mörgum manni. Og ein- mitt þetta sama ár og þeir félagar ferðuðust hér um kring, komust á fót tvær stofnanir kristilegar, sem áreiðanlega áttu sinn drjúga þátt í, að staumhvörf urðu í þessu efni áður en langt um leið. í byrjun árs stofnaði séra Friðrik Friðriksson K.F.U.M., og undir lok ársins var Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- vík tekinn til starfa. Ástæðurnar til stofnunar fríkirkjusafn- aðar hér í bæ koma að nokkru fram í ummælum hinna tveggja góðu gesta. Rikisvaldið sat hér yfir rétti kirkjunnar. Það var sama, hvað prestar voru að tala um, ekkert fékkst fram, ef veraldlega valdið var því ekki samþykkt. Þó var gjald til prests og kirkju hækkað þetta ár að miklum mun með lögum frá Alþingi. Hið svonefnda „offur“ eitt var 4 kr. Og mun þannig kirkjugjaldið þá hafa verið miklu hærra að tiltölu en nú. Hins vegar var þeirri beiðni almennings ekki anzað að fá tvo presta við dómkirkjuna. Það var alltof dýrt. Og þótt dauð- ýflis— og sofandaháttur væri eflaust mikill og almennur, voru samt menn til, sem ekki vildu sætta sig við þetta. Þeir ákváðu að yfirgefa þjóðkirkjuna og koma á fót fríkirkjusöfnuði. Létu þeir bera um bæinn undirskriftaplagg svohljóðandi: Séra Þorsteinn Björnsson, núverandi safnaöarprestur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.