Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 28

Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 28
458 KIRKJURITIÐ því ekki komin upp fyrr en í árslok 1903. Þá var séra Lárus hættur prestskapnum, en séra Ólafur Ólafsson tekinn við. Hann var einnig þegar frægur klerkur, er hann varð fríkirkjuprestur. Og eftir að kirkjan var fúllgerð, sem hann sjálfur vígði 22. febr. 1904 og var síðan messað í hvern helgan dag, þá fór óðum að fjölga í söfnuðinum. Bæði var það, að allmargir bæjarbúar höfðu á sinni tíð viljað fá séra Ólaf að Dómkirkjunni, þegar embættið losnaði 1889. En landshöfðingi og biskup höfðu ekki viljað setja hann á kjörlista, þrátt fyrir áskoranir þeirra. Margir þessara velunnara séra Ólafs munu nú hafa gengið í Fríkirkjuna og einnig margt af því fólki, sem flutti í bæinn austan úr sveitum og verið hafði sóknarbörn hans. Prestur hafði hann áður verið í Selvogi, Holtaþingum og Ölfusi. Sjálfum segist honum svo frá í minningaritinu: „Imugusturinn og mis- skilningurinn, sem áður hafði bólað á ekki svo lítið, eyddist og hvarf eins og næturþokan fyrir morgunsól; góð og vingjarn- leg samvinna hófst á milli þjóðkirkju- og fríkirkjuprestanna; studdu þeir hvor annan og réttu hvor öðrum bróðurhönd í öllu starfi, og hefir svo jafnan verið.“ Sókn varð svo mikil í hina nýju kirkju, að sama árið og hún var fullsmíðuð, var ákveðið að lengja hana nærri því um helming. Hún var 20 álnir á lengd og 18 á breidd og kostaði 18.000 kr. Bæta skyldi nú við hana 15 álnum, hvað gert var á næsta ári eftir upp- drætti Rögnvalds Ólafssonar, og kostaði sú viðbót 12.500 kr. Séra Ólafur vígði hana í 2. sinn 12. nóv. 1905. Alltaf stækkaði söfnuðurinn. Þegar séra Ólafur lagði niður prestskap við Frí- kirkjuna hér 1922 og séra Árni Sigurðsson var kosinn, voru 4000 manns á kjörskrá. Var þá farið að tala um, að stækka þyrfti kirkjuna enn. Og 1924, þegar söfnuðurinn var 25 ára, var það gert í 2. sinn og í það form, sem hún nú hefir. Bætt var við hana myndarlegum kór, steyptum, og hvelfing hækk- uð um 5 álnir eða upp í 15. Um 1100 manns rúmar hún í sæti og er það langmesta, sem nokkur kirkja og samkomuhús hér á landi tekur. Hallgrímskirkjan fyrirhugaða á aðeins að fara fram úr henni um 100 manns. Uppdrátt að þessari breytingu og stækkun Fríkirkjunnar gerði Einar Erlendsson húsameist- ari, en yfirsmiður var Sigurður Halldórsson, sem síðan var um langt árabil formaður safnaðarstjórnar. Séra Ólafur vígði hina endurbyggðu kirkju í 3. sinn 21. des. 1924. Hann var þá að vísu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.