Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 29

Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 29
KIRKJURITIÐ 459 hættur þjónustu fyrir 2 árum, en sjálfsagt hefir þótt, að hann vígði hana í þetta sinn, eins og áður. Séra Árni Sigurðsson var kosinn fríkirkjuprestur 23. júní 1922 og vígður 27. júní. í hans prestsskapartíð (1922—1949) hélt söfnuðurinn enn lengi áfram að vaxa og náði þá því fjöl- menni, sem hann hefir mest haft. Séra Árni hafði líka flest það til að bera, sem glæsilegan klerk má prýða — útlit, gáfur og lærdóm. Hann var og raddmaður ágætur og gat prédikað af tilfinnngahita ekki síður en forveri hans — þó með öðrum hætti. Hann stofnaði 1942 kristilegt félag ungra manna Frí- kirkjunnar og hélt fundi með þeim annan hvern sunnudag yfir vetrarmánuði, en barnaguðsþjónustu þess í milli. Föstu- messur flutti hann um alla langaföstu á miðvikudagskvöldum. Þegar séra Árni féll frá, mjög um aldur fram, 1949, þá mun hafa verið í söfnuðinum á 9. þúsund manns. Við prests- kosninguna í byrjun árs 1950 voru 5000 á kjörskrá. En þar höfðu kosningarétt allir, sem orðnir voru 15 ára. Þannig mun einnig hafa verið, þegar séra Árni var kosinn 1922. Allir, sem búa innan lögsagnarumdæmis Reykjavikur, Seltjarnarneshrepps og Kópavogsbæjar, hafa rétt til að vera í Fríkirkjusöfnuðinum — ef þeir vilja, og um allt þetta svæði er hann dreifður nú. Þau sinn, sem fjölgað hefir verið prestaköllum á þessu svæði, 1941 og 1952, hefir smávegis kvarnast úr honum. Þó eftir ástæðum furðu lítið. Og aftur hefir bætzt í skörðin. Mesta skarðið, sem komið hefir í hann, var eftir kosninguna 1950. Þá var Óháði söfnuðurinn stofnaður, svo sem kunnugt er. f hann munu hafa gengið um 600 manns úr Fríkirkjunni. Nú eru í henni um 7500 og fer fjölgandi. Síðan kirkjan sjálf var fullgerð, eins og hún nú stendur, var næsta stórátakið, sem söfnuðurinn gerði, að kaupa til hennar þýzkt pípuorgel 1926. Það kostaði 44 þúsund krónur og er enn talið mesta hljóðfæri sinnar tegundar hérlendis. Segja fróðir menn, að svona löguð orgel verði með aldrinum hljómfegurri og fínni, líkt og góðar fiðlur. Sama ár varð Páll ísólfsson organisti við kirkjuna og var það til 1939. Þá tók Sigurður bróðir hans við. Hann er organisti nú og verður vonandi enn lengi. Fyrsti organistinn var föðurbróðir þeirra, Jón Pálsson (1903—15), næsti var Pétur Lárusson Halldórssonar fríkirkjuprests (1913—19), og sá þriðji Kjartan Jóhannesson (1917—26). Allir hafa þessir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.