Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 33
KIRKJURITIÐ
463
merkur, frú Lehtonen fyrir hönd Finnlands, Anna Bjarnadóttir
fyrir hönd íslands og frú Smemo fyrir hönd Noregs. Því næst
flutti Olov Hartman, forstjóri Sigtuna-stofnunarinnar, snjallt
og mjög fróðlegt erindi.
Aðalviðfangsefni fundarins átti að vera bœnin, og klukkan
15 flutti Johannes Múller skólastjóri frá Danmörku erindi, sem
hann nefndi „Bænin, leiö vor til Guðs“. Á þrepunum að íþrótta-
salnum var ég stöðvuð af tveim ungum stúlkum, sem kváðust
vera fréttaritarar frá Svenska Dagbladet, og kváðust vilja fá
upplýsingar um ísland og þátttöku þess í mótinu. Árangur-
inn af þessu viðtali sá ég ekki fyrr en löngu seinna. Grein
þeirra um ísland var stutt, en í öllum aðalatriðum rétt.
Á dagskrá mótsins, sem gefin hafði verið út fyrir fram, stóð,
að fimmtudag 20. ágúst kl. 7,30 skyldi vera íslenzkt kvöld
(Islandsafton). Ég hafði skrifað frú Brilioth fyrirspurn um
þetta, en fengið fremur óákveðið svar. Á mótinu á Nyborg
Strand 1956 hafði ég flutt stutt erindi um Hallgrím Pétursson.
Núna bjó ég mig til vonar og vara undir að flytja erindi um
Matthías Jochumsson. 1 Sigtuna sannfrétti ég, að „Islands
afton“ var á dagskrá kvöldsins. ísland var eina landið, sem
slík kvöldvaka var ætluð, og eini þátttakandinn frá Islandi var
ég. Um morguninn hafði frú Brilioth sagt, að við skyldum
ræða saman um íslandskvöldið eftir hádegi, en einhvern veg-
inn fórumst við á mis. Mér gekk því seint að fá að vita, hvar
og hvernig íslandskvöldið ætti að fara fram. Loks frétti ég,
að það ætti að vera í aðalkirkju borgarinnar, Maríukirkjunni.
Þangað er alllöng leið, og fóru flestar þangað fótgangandi. Ég
var svo heppin að vera tekin upp í bíl á miðri leið. Maríu-
kirkjan er stór og fögur gömul kirkja. I þetta sinn var hún
aðeins upplýst með kertaljósum. Frú Brilioth spurði mig, hvort
ég vildi flytja bæn, en ég skoraðist undan því, og flutti hún
hana sjálf. Því næst var sunginn sálmur, gömul sænsk prests-
kona, frú Murray, mælti nokkur orð, og svo hófst erindi mitt.
Fyrst átti ég að flytja það fyrir neðan gráturnar, og var það
óþægilegt, því ég hafði engan stað fyrir bækur mínar og blöð.
En brátt var kvartað undan því, að ekki heyrðist til mín, og
var mér þá sagt að fara upp í prédikunarstólinn. Ekki hafði ég
haldið, að það ætti fyrir mér að liggja að stíga í stólinn í
virðulegri sænskri sóknarkirkju — né reyndar í nokkurri ann-