Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 35

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 35
KIRKJURITIÐ 465 konum boðið til kaffidrykkju hjá Mannerfeldt lækni, en heim- ili þeirra hjónanna er í mjög fögru gömlu húsi, fullu af lista- verkum og dýrgripum, með fögrum garði, sem hallar niður að Málaren. Af svölum hússins var dásamlegt útsýni yfir skóg- ana og vatnið í tunglsljósinu. Föstudaginn 21. ágúst stjórnaði frú Sylvía Wirén frá Hels- ingfors biblíuhugleiðingu. Var erindi hennar snjallt og mjög veigamikið. Að því loknu ókum við í mörgum stórum bilum til Stokkhólms. Okkur var ekið um borgina þvera og endi- langa, en aðeins staðnæmzt á þrem stöðum. Á Ersta Diakoniss- anstalt var snæddur hádegisverður og hlýtt á erindi um starf og hag stofnunarinnar. Á þjóðminjasafninu var skoðuð hin fagra kirkjudeild, og þar flutti þjóðminjavörðurinn, Bengt Thordersen, erindi, er hann nefndi: Altari og tilbeiðsla („altare och tilbádjan"), sögulegt yfirlit, en dómkirkjuorganistinn, Gott- hard Arnér, lék á hið forna orgel. Þá var skoðaður Milles- gárden með dásamlegu útsýni yfir borgina og vatnið (Málaren). Þegar „heim“ var komið til Sigtuna, flutti frú Ruth Björk- quist erindi, er hún nefndi „In memoriam“, frábærlega fagurt og hugnæmt erindi um fallvaltleik lífsins og minningu hinna látnu. Þykir mér sennilegt, að hún hafi öðrum þræði haft frú Brilioth í huga, ér hún samdi þetta erindi. Laugardag 22. ágúst stjórnaði frú Heidi Olsen frá Noregi biblíuhugleiðingu. Var erindi hennar með afbrigðum þrótt- mikið og bar vitni um djúpa persónulega trúarreynslu. Klukk- an 14,30 flutti „pastor primarius" Olle Nystedt, erindi, er hann nefndi „Bænin, leiö Guðs til vor“. Að loknu erindinu var Sig- tuna-stofnunin skoðuð. í hallargarðinum flutti Olov Hartman mjög fróðlegt erindi um stofnunina, sögu hennar, markmið og störf. Svo skoðuðum við bókasafnið og sýningu á saumuðum og ofnum kirkjugripum (altarisklæðum, altarisdúkum, hökl- um o. fl.), sem var haldin þar þessa daga. Um kvöldið var farið í siglingu á Málaren til Skokloster. Var það löng sigling (um 2 klukkustundir hvora leið, að því er mig minnir) og yndisfögur, fyrst í rósbjarma sólarlagsins, síðar í silfurskini mánans. Ekki var tími til að skoða höllina né hin merkilegu söfn, sem þar eru, en það var gengið til kapellunnar, og þar flutti frú Falck bæn, og svo voru sungnir sálmar á öllum norðurlandamálunum. Á efnisskránni var sálmurinn 30

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.