Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 37
KIRKJURITIÐ 467 gerningur var ágætur og gestrisni hinna sænsku prestskvenna frábær. Ferðirnar, bæði til Stokkhólms og Skokloster, voru farnar algjörlega í boði þeirra. Rausn sænsku prestskvennanna ásamt náttúrufegurðinni og veðurblíðunni varpar ljóma á minn- ingu mótsins. Anna Bjarnadóttir. Draumur tímans er ótti. Gamli Cicero kenndi, að fyrirlitning á dauðanum væri æðsta takmark mannsandans. Sú spekingshugsun er óviðjafnanlega djúp og frábær, meðal hinna merkustu kenninga, er komið hafa fram á þessari jörð. Kristur kom til þess að sigra dauð- ann — og menn gæti þá vel að því, að sonur Guðs átti þar við hinn líkamlega dauða, því að um andlegan dauða eða afnám hinnar eilífu mannssálar var ekki að ræða. í þriðja lagi mætti þá og geta þess hér, að Sókratesi sjálfum var jafn ljúft að hverfa dauður sem lif- andi til hins ókunna heims. Allt þetta byggist á órjúfanlegu sam- bandi tímavillunnar við banaóttann. Nú er enginn tími lengur til — segir engillinn. Orðið eilífð er fundið meðal þeirra, sem hafa von- ir og grun um tímalausa veröld. Fyrir þann, sem veit sig ódauðlegan, eru aldir aldanna horfnar inn í eitt óendanlegt augnablik. Einar Benediktsson. Guð gaf hverju barni sínu, ásamt Opinberuninni, tvo leiðsagnar- engla: Annan til að veita huganum speki, en hinn til að færa hjart- anu frið. „En hingað til hafa hin fáráðu börn jarðarinnar hvorki tileinkað sér spekina né friðinn." (Úr gyðinglegri helgisögu). Kærleikurinn sóar öllu, sem hann á, en er jafn auðugur eftir. — Bailey. Vitrir menn læra meira af heimskingjunum en heimskingjarnir af spekingunum. — Cato. Sá, sem engan krossinn ber, verðskuldar enga kórónu. -— Quarles.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.